Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 49
GUÐBJÖRG VI1.HJÁLMSDÓTTIR
Ef við lítum til fyrirætlana nemenda í starfi þá fjölgar þeim úr 79% í 88% sem geta
nefnt líklegt framtíðarstarf. Fræðsla hefur ekki áhrif á þennan þátt, enda má segja
að það sé ungu fólki eiginlegt að huga að hugsanlegum störfum í framtíðinni. Það
er athyglisvert að um 38% nemenda hyggjast leggja fyrir sig sérfræðistörf. Ef litið er
til atvinnuskiptingarinnar í dag, þá vinna um 14% starfandi fólks í sérfræðistörfum
(Hagstofa fslands, 1999).
Einnig var athuguð þekking nemenda á því starfi sem þeir nefndu sem líklegt
framtíðarstarf, samanber töflu 4. í ljós kom að nemendur í fræðsluhópi þekktu betur
starfsskilyrði en nemendur í samanburðarhópi, c2(4,N=275), = 12,50, p<0,01. Þannig
þekkti rúmlega helmingur starfsskilyrðin vel í fræðsluhópi, en innan við 40% í
samanburðarhópi. Nemendur í fræðsluhópi þekktu einnig betur til þeirrar mennt-
unar sem starfið krefst, c2(4,N=277) = 10,48, p<0,05. Þá þekktu nemendur í fræðslu-
hópi einnig betur mismunandi leiðir til að komast í starfið c2(4,N=273)= 10,02,
p<0,05. Eins og tafla 4 sýnir standa nemendur sem fá náms- og starfsfræðslu mun
betur í þremur þáttum er mæla þekkingu á framtíðarstarfinu, að fræðslu lokinni.
Þegar skoðaður er munur á fræðsluaðferðum sést að vettvangsmiðaði hópurinn
kemur betur út í þessum þætti. Líkleg skýring er sú að í þeirri fræðsluaðferð er lögð
áhersla á að nemendur kynni sér starf sem þau hafa hug á að leggja fyrir sig í
framtíðinni.
Tafla 4 Hversu vel þekkir þú starfið sem þú telur líklegast að þú stundir í framtíðinni?
Fræðsluhópur (%) Samanburðarhópur (%)
Ekkert Nokkuð Mjög vel Samtals Ekkert Nokkuð Mjög vel Samtals
Þekki starfsskilyrðin 17,4 26,3 56,3 100 32,9 29,4 37,6 100
Þekki þá menntun og
þjálfun sem starfið krefst 8,9 21,9 69,3 100 20,0 23,5 56,5 100
Þekki mismunandi leiðir
til að komast í starfið 43,6 23,9 32,4 100 48,2 34,1 17,6 100
Þegar spurt er um miðla sem nemendur hafa notað til að afla sér upplýsinga um
líklegt framtíðarstarf kemur í ljós að samanburðarhópurinn hefur nýtt sér marktækt
mun minna þá upplýsingamiðla um störf sem eru fyrir hendi.
Eitt meginmarkmið náms- og starfsfræðslu er að auðvelda ákvarðanatöku á því
efnissviði. Því var eftirsóknarvert að kanna hver árangur varð af kennslu um
hvernig best er að bera sig að við ákvarðanir og væru þær niðurstöður sem hér er
tæpt á í raun efni í aðra grein.
47