Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 34
DANSMENNT í GRUNNSKÓLA
Kennsla í hreyfingum úr stað og á staðnum og sérkennum hreyfinga svo
sem rými, hæð, styrk, takti, hrynjandi, blæbrigðum, mynstri og afstöðu til
annarra getur verið sameiginleg undirstaða öðrum listgreinum auk þess að
geta nýst nemendum á öllum sviðum dansins. Á fyrstu árum dansmennta
virðist því æskilegt að vanda til hinnar sameiginlegu undirstöðu.
b. í 3.-4. bekk er æskilegt að styrkja hreyfifærni nemenda m.a. með verkefnum
á einstökum sviðum hreyfinga sem getið er í a-lið, t.d. með Iengri og flókn-
ari æfingaverkefnum og gæðakröfum um útfærslu dansa, eigin verka og
annarra. Ætla má að þátttaka í smá hreyfiverkefnum og dönsum sem valdir
eru til að auka tiltekna hreyfileikni eða að börnin semji sjálf hreyfingar í
sama tilgangi verði veigameiri þáttur en í bekkjum yngri barna. Gera þarf
auknar kröfur um að börn öðlist vald á hreyfingum sínum, reisn og fágaðan
líkamsburð. Áhersla á tjáningu og túlkun heldur áfram og kröfur um vand-
aða útfærslu hreyfinga aukast með árunum.
c. í 5.-6. bekk eykst áhersla á leikniþátt dansins m.a. í hópdönsum svo og
dönsum sem börnin semja sjálf eða taka þátt í að semja. Þátttaka í smá
hreyfiverkefnum og dönsum sem valdir eru til að auka tiltekna hreyfileikni
verða veigameiri þáttur en í bekkjum yngri barna. Börnin fái undirbúning
og leiðsögn við að semja lítil dansverk, velja og skýra ástæður fyrir vali
hreyfinga og samsetningu þeirra. Jafnframt aukast kröfur um útfærslu og
vald á hreyfingum. Áhersla á reisn og fágaðan líkamsburð verður meiri en í
yngstu hópunum og tækifæri til æfinga í dansi aukast. Áhersla á tjáningu og
túlkun heldur áfram. Veita þarf börnum aðstöðu til að sýna skólafélögum,
foreldrum og kennurum færni sína í dansi, einkum hópdönsum, en einnig í
smádönsum sem börnin sjálf hafa samið í hópi eða sem einstaklingar. Æski-
legt er að leiða þau í umræðu um dansa sína og mat á eigin verkum.
Þriðja marktnið: Félagslegur þáttur dansins
a. í fyrstu bekkjum grunnskólans (1. og 2. bekk) er lögð megináhersla á að böm
kynnist fyrst eigin getu og færni í hreyfingu og tjáningu. Félagslegt samstarf
tveggja eða fleiri bama er ekki megináherslusvið í yngstu bekkjunum en auð-
velt er að flétta óbeint ýmsum undirstöðuatriðum samstarfs inn í æfingar undir
1. lið (tjáning og skapandi starf) eða annan lið (þekkingu á eigin hreyfigetu).
Síðar má bæta við markvissum æfingum sem miða að samstarfi bama. Þær geta
falist í hermileikjum eða einföldum dönsum sem kreíjast samstarfs tveggja eða
fleiri. Dæmi: Ýmsir hermileikir, t.d. að sýna eitthvað með öðrum, svo sem eitt-
hvað sem hoppar, aka bíl með farþega/farþegum, skauta saman o.fl. Einnig má
nefna þátttöku í smádönsum fyrir litla hópa. Ónnur leið er samspil tveggja
bama (t.d. spuming og svar í hreyfingum, samstaða og andstaða í hreyfingum,
sækja og hopa o.s.frv.). Svara má hreyfingu með afbrigði hennar sem börnin
finna út sjálf (t.d. breyta hraða, hrynjandi, mynstri, hæð, styrk o.s.frv.). Ein hlið
félagslegra samskipta felst í að falla að mynstri annarra sbr. „þrautakóng". Eitt
bam leiðir hreyfingar hóps, t.d. við undirleik og skapar eigið hreyfimynstur
sem hinir fylgja (herma eftir). Einfaldir þjóðdansar eða aðrir léttir dansar geta
J
32