Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 118
BOÐSKIPTI MIKIÐ FATLAÐRA BARNA
um sem ríkjandi voru til boðskiptagetu mikið fatlaðra barna. Flestar eldri skilgrein-
ingar á boðskiptum fela í sér að barn hafi á valdi sínu einhvers konar gagnkvæmni í
samspili áður en það geti átt meðvituð boðskipti við annan aðila (Kylen 1989). Oft
hafa mikið fötluð börn ekki öðlast skilning á að þau geti átt gagnkvæm boðskipti
við annað fólk. í þeirri rannsókn sem hér er lýst er hugtakið boðskipti því notað í
rúmri merkingu og stuðst við eftirfarandi skilgreiningu.
Boðskipti eru flutningur á boðum frá einum einstaklingi til annars. Þessi
víðtæka skilgreining á boðskiptum felur í sér að allt sem einstaklingur
aðhefst, viljandi eða óviljandi, ber einhver boð að því tilskildu að móttak-
andi sé nærstaddur, sem viljandi eða óviljandi skynjar boðin og túlkar þau
(Granlund og Olsson 1992:3).
Boðin þurfa því ekki að hafa merkingu fyrir báða aðila, sérstaklega ekki í upphafi.
Mikið fötluð börn senda ekki nærri alltaf meðvituð boð en þegar einhver önnur
manneskja nemur boðin, túlkar þau og bregst við þeim gefur hún þeim boðskipta-
legt gildi. Öll börn sýna merki sem hægt er að túlka en hjá mikið fötluðum börnum
eru þessi merki oft svo veik að erfitt reynist að koma auga á þau, skilja þau og
túlka. Stundum fara þau algerlega framhjá þeim sem þau beinast að og barnið fær
ekki svar. Verði alvarleg röskun á boðskiptum barns í frumbernsku getur verið afar
erfitt að endurbyggja þau síðar. Um það eru mörg dæmi enda ekki langt síðan farið
var að veita boðskiptum mikið fatlaðra barna athygli og gera markvissar athuganir
á þeim.
Tengslamyndun og áhrif fötlunar
Langflest börn mynda mjög sterk tilfinningatengsl við sína nánustu þegar í frum-
bernsku og hafa þessi fyrstu tengsl verið nefnd geðtengsl á íslensku. Börn mynda
geðtengsl við einn eða örfáa einstaklinga í byrjun og langoftast er móðir barnsins
fyrsti og öruggasti mótaðili þess (Hrafnhildur Ragnarsdóttir 1993). Síðustu áratugi
hafa margir rannsakað þróun geðtengsla og skoðað ólíkar hliðar þeirra. Niðurstaða
úr þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið sýna að þau samskipti sem geðtengslin
byggjast á eru jafnframt undirstaða þroska á öllum öðrum sviðum (Bowlby 1969,
1973, Ainsworth 1973). Bowlby (1969) hefur í rannsóknum sínum sýnt fram á að
ungbarnið hefur eðlislægt atferli, sem kallar eftir nálægð móður sinnar og út frá
þessari nálægð þróar litla barnið tengsl við annað fólk og öðlast öryggi. Fyrstu
merki um tengslaatferli hjá ungbarni eru grátur þess og bros, svipbrigði, munn-,
ennis- og tunguhreyfingar sem móðir barnsins bregst við af mikilli nákvæmni.
Barnið kallar á nálægð mótaðila með eigin virkni, oftast nær með gráti. Foreldrar
ungbarns gæða allt það sem barnið aðhefst tilgangi og merkingu og þeir bregðast
við atferli barnsins eins og það sé að gefa meðvituð skilaboð löngu áður en barnið
er þess meðvitað að það geti haft áhrif á gjörðir foreldra sinna. Segja má að þessi
túlkun foreldra sé upphaf boðskipta milli barnsins og foreldra þess, drifkrafturinn í
þeim sem gerir það að verkum að boðskipti barnsins þróast svo ört á fyrstu mánuð-
um lífsins (Hansen 1991). Tengslamyndun móður og barns hefst strax fyrstu dag-
ana eftir fæðingu þess og jafnvel fyrr. Öryggistilfinning ungbarns er háð líkamlegri
116