Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Síða 118

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Síða 118
BOÐSKIPTI MIKIÐ FATLAÐRA BARNA um sem ríkjandi voru til boðskiptagetu mikið fatlaðra barna. Flestar eldri skilgrein- ingar á boðskiptum fela í sér að barn hafi á valdi sínu einhvers konar gagnkvæmni í samspili áður en það geti átt meðvituð boðskipti við annan aðila (Kylen 1989). Oft hafa mikið fötluð börn ekki öðlast skilning á að þau geti átt gagnkvæm boðskipti við annað fólk. í þeirri rannsókn sem hér er lýst er hugtakið boðskipti því notað í rúmri merkingu og stuðst við eftirfarandi skilgreiningu. Boðskipti eru flutningur á boðum frá einum einstaklingi til annars. Þessi víðtæka skilgreining á boðskiptum felur í sér að allt sem einstaklingur aðhefst, viljandi eða óviljandi, ber einhver boð að því tilskildu að móttak- andi sé nærstaddur, sem viljandi eða óviljandi skynjar boðin og túlkar þau (Granlund og Olsson 1992:3). Boðin þurfa því ekki að hafa merkingu fyrir báða aðila, sérstaklega ekki í upphafi. Mikið fötluð börn senda ekki nærri alltaf meðvituð boð en þegar einhver önnur manneskja nemur boðin, túlkar þau og bregst við þeim gefur hún þeim boðskipta- legt gildi. Öll börn sýna merki sem hægt er að túlka en hjá mikið fötluðum börnum eru þessi merki oft svo veik að erfitt reynist að koma auga á þau, skilja þau og túlka. Stundum fara þau algerlega framhjá þeim sem þau beinast að og barnið fær ekki svar. Verði alvarleg röskun á boðskiptum barns í frumbernsku getur verið afar erfitt að endurbyggja þau síðar. Um það eru mörg dæmi enda ekki langt síðan farið var að veita boðskiptum mikið fatlaðra barna athygli og gera markvissar athuganir á þeim. Tengslamyndun og áhrif fötlunar Langflest börn mynda mjög sterk tilfinningatengsl við sína nánustu þegar í frum- bernsku og hafa þessi fyrstu tengsl verið nefnd geðtengsl á íslensku. Börn mynda geðtengsl við einn eða örfáa einstaklinga í byrjun og langoftast er móðir barnsins fyrsti og öruggasti mótaðili þess (Hrafnhildur Ragnarsdóttir 1993). Síðustu áratugi hafa margir rannsakað þróun geðtengsla og skoðað ólíkar hliðar þeirra. Niðurstaða úr þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið sýna að þau samskipti sem geðtengslin byggjast á eru jafnframt undirstaða þroska á öllum öðrum sviðum (Bowlby 1969, 1973, Ainsworth 1973). Bowlby (1969) hefur í rannsóknum sínum sýnt fram á að ungbarnið hefur eðlislægt atferli, sem kallar eftir nálægð móður sinnar og út frá þessari nálægð þróar litla barnið tengsl við annað fólk og öðlast öryggi. Fyrstu merki um tengslaatferli hjá ungbarni eru grátur þess og bros, svipbrigði, munn-, ennis- og tunguhreyfingar sem móðir barnsins bregst við af mikilli nákvæmni. Barnið kallar á nálægð mótaðila með eigin virkni, oftast nær með gráti. Foreldrar ungbarns gæða allt það sem barnið aðhefst tilgangi og merkingu og þeir bregðast við atferli barnsins eins og það sé að gefa meðvituð skilaboð löngu áður en barnið er þess meðvitað að það geti haft áhrif á gjörðir foreldra sinna. Segja má að þessi túlkun foreldra sé upphaf boðskipta milli barnsins og foreldra þess, drifkrafturinn í þeim sem gerir það að verkum að boðskipti barnsins þróast svo ört á fyrstu mánuð- um lífsins (Hansen 1991). Tengslamyndun móður og barns hefst strax fyrstu dag- ana eftir fæðingu þess og jafnvel fyrr. Öryggistilfinning ungbarns er háð líkamlegri 116
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.