Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 177
KRISTÍN HALLA JÓNSDÓTTIR
hefur reynst afar mikilvægt framlag til talningarfræði og þar með tölvunarfræði
sem er sérkennilegt í ljósi þess að Erdös sjálfur forðaðist tölvur alla tíð (229-231).
Meðal stærðfræðinga er Erdös talinn ótvíræður meistari í svokölluðum þrauta-
lausnum stærðfræðinnar. I hugtakinu felst að setja fram og/eða leysa stærðfræðileg
verkefni sem eru ekki hefðbundin í þeim skilningi að tiltekinni stærðfræðilegri
aðferð sé beitt við lausnina. Auk þess þurfa verkefnin að „standa í" mönnum, ann-
ars væri ekki um þraut að ræða, og lausnirnar krefjast oftar en ekki óvenjulegrar
stærðfræðilegrar innsýnar. Slíka innsýn hafði Erdös í svo ríkum mæli að undrun
sætir. Hoffman gefur í bók sinni sláandi dæmi um þetta, dæmi sem hljóta að vekja
undrun og aðdáun lesandans.
Það er engum vafa undirorpið að framlag Pauls Erdös til stærðfræðinnar er
gríðarlegt. Hann helgaði stærðfræðinni í rauninni allt líf sitt, því auk þess að hún
væri starfsvettvangur hans og aðaláhugamál þá kom stærðfræðin honum í stað
einkalífsins líka. Hún fyllti einfaldlega alla króka og kima í lífi hans. Og ekki má
gleyma því að framlag hans til greinarinnar fólst ekki aðeins í því sem hann sjálfur
áorkaði heldur einnig þeim ómetanlegu ábendingum og gífurlega hvetjandi áhrif-
um sem hann hafði á fjölmarga aðra stærðfræðinga og jafnvel ungmenni, sem á sín-
um forsendum glímdu við stærðfræðileg viðfangsefni. Hoffman hefur eftir Richard
Guy, talnafræðingi við Háskólann í Calgary í Kanada, að e.t.v. sé mesta framlag
Erdös til stærðfræðinnar það hve hann átti stóran þátt í að skapa marga stærð-
fræðinga (41).
SAMFERÐAMENN
Paul Hoffman fjallar all ítarlega í bók sinni um suma starfsbræður og vini Pauls
Erdös og varpar ljósi á þá stærðfræði sem þeir fást við eða fengust við. Þetta gefur
bókinni meiri dýpt en ella hefði orðið og Hoffman er einkar lagið að velja dæmi
sem gefa skýra mynd, jafnvel af flóknum stærðfræðilegum fyrirbrigðum. Hann
segir frá æskuvinunum í Ungverjalandi, m.a. Vászonyi, Klein og Szekerers sem hitt-
ust reglulega til að ræða og glíma við stærðfræðileg viðfangsefni, jafnvel þegar
bannað var af stjórnvöldum að hópar kæmu saman. Hann segir frá tilteknu dæmi
um marghyrninga sem ein úr þessum hópi, Esther Klein, lagði fyrir hina og
Szekerers lagði sig allan fram um að ná árangri í að leysa, enda ástfanginn af
Esther. Szekerers varð fyrstur til að ná einhverjum árangri með dæmið en hann
náði fullkomnum árangri í ástamálunum því Esther Klein gafst honum. Erdös tók
þá upp á því að kalla dæmið Dæmi hinsfarsæla endis og er skemmst frá því að segja
að það nafn hefur fylgt því síðan meðal stærðfræðinga. Erdös átti eftir að betrum-
bæta árangurs Szekerers, en enn er dæmið óleyst þótt stærðfræðingar hafi tekið
upp þráðinn í atlögunni að því eftir dauða Erdös og þrengt hringinn umtalsvert að
upphaflegu tilgátunni.
Það voru fleiri ungmenni en jafnaldrar Erdös sem nutu góðs af handleiðslu
hans og eldmóði. Hoffman segir frá ungversku undrabörnunum Pósa, Lovász,
Pelikan og Bollobás sem Erdös tók undir sinn stærðfræðilega verndarvæng alllöngu
síðar. Það hlýtur að hrífa lesendur að fá innsýn í það hverju þessir drengir áorkuðu.
175