Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 127
GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR
vísa til þessa ákveðna leiks eða vill meira með því að útfæra ákveðna hreyf-
ingu.
4. Merki um staðsetningu og hreyfingu í aðstæðum sem eru hér og nú. Þessi merki
koma fram í sjálfri athöfninni og barnið útfærir þau með hreyfingu eða
snertingu sem tengist líkamanum, þ.e. barnið hreyfir eða kemur við þann
stað á líkamanum þar sem það skynjaði snertingu eða hreyfingu. Dæmi um
þetta gæti t.d verið ef mótaðilinn blæs á hálsinn á barninu og barnið snertir
um leið staðinn sem blásið var á.
5. Merki um staðsetningu og yfirfærslu frá aðstæðum sem ekki eru hér og nú. Líkam-
leg tákn sem barnið sýnir í öðrum en upprunalegu aðstæðunum er oft mjög
erfitt að túlka. Það er næstum nauðsynlegt fyrir mótaðilann að þekkja ná-
kvæmlega sögu barnsins til þess að skilja hvað það er að tala um.
Skráning og úrvinnsla gagna
Greiningu á myndbandsupptökum var skipt í tvo hluta. Annars vegar var um að ræða
lýsandi greiningu og hins vegar túlkandi greiningu (Preisler 1989). I lýsandi greiningu
er markmiðið að vera eins hlutlaus og mögulegt er í lýsingum sínum. Aðeins á að skrá
atferli bamsins, hvað það gerir, en ekki túlka á neinn hátt. Túlkandi greining felur í sér
að túlka atferli bamsins og skilja hvaða þýðingu atferli þess hefur (Preisler 1989).
Ég gerði sjálf lýsandi greiningu á samspilinu milli hvers bams og móður þess. I við-
tölum við mæður bamanna bað ég þær síðan að túlka boðskipti bama þeirra og skráði
túlkunina. í greininguimi notaði ég skráningarblöð þar sem annars vegar kemur fram
það sem bamið gerir og hins vegar það sem móðir þess gerir. Það sem sagt er (þar á
meðal öll hljóð bamsins) er skáletrað. í fyrri dálkinn er skráð: „Hvað gerir móðir bams-
ins?" Hvemig svarar hún breyttum andardrætti, svipbrigðum og lTreyfingum bamsins?
Hvemig bregst hún við augnaráði þess, hljóðum, brosi og merkjum? Hvemig notar
hún röddina? í síðari dálkinn er skráð: „Hvað gerir bamið?" Hvemig breytist andar-
dráttur þess, hreyfing, svipbrigði, augnsamband og augnaráð og athygli í augnaráði,
hlustun, hljóðaframleiðsla, bros, merki. í upptökunni er hvert atriði númerað í sömu
röð og þau gerast. Þannig er hægt að sjá í hvaða röð samspilið fer fram og jafnframt
hversu virkur hvor aðili er (sjá nánar dæmi 1-9).
Við greiningu á myndbandinu horfði ég fyrst á allt myndbandið til þess að fá
heildaráhrif. Síðan horfði ég aftur og stöðvaði bandið eftir hverja sekúndu og skráði
jafnharðan. Ef um vafaatriði var að ræða skoðaði ég hægt og frysti myndina þar sem það
átti við. Ég reyndi í upphafi að skrá þannig að ég horfði bæði á móður og bam en gafst
upp á því og beindi athyglinni fyrst að baminu, spólaði svo aftur á bak og horfði á sama
atriðið og skráði hvað móðirin gerði. í síðustu umferð skoðaði ég myndbandið með það
í huga hvaða atriði ég vildi stöðva myndbandið við og leggja til grundvallar í viðtölum
við mæðumar og starfsmenn en þar var þroskaprófíllin notaður sem viðmiðun.
Viðtölin voru skráð inn á tölvu strax eftir að þau voru tekin. Túlkanir mæðr-
anna voru skráðar nákvæmlega og færðar inn á til þess gerð greiningarblöð til þess
að auðveldar yrði að vinna niðurstöður úr hverri greiningu.
125