Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 138

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 138
BOÐSKIPTI MIKIÐ FATLAÐRA BARNA Hvernig fóru boðskiptin fram milli mæðra og barna í rannsókninni? Niðurstöður sýndu að mæður barnanna þriggja voru sammála um að boðskiptin við börnin væru skýrust við venjubundnar hversdagslegar athafnir. Hvaða lærdóm má draga af vali mæðranna á aðstæðum til boðskipta? Oft fellur fagfólk í þá gryfju að gera of miklar kröfur til mikið fatlaðra barna og vænta of mik- illa framfara. Slíkt býður þeirri hættu heim að verið sé að kenna þeim og þjálfa á sviðum sem eru fyrir ofan getu þeirra. Eins og fram hefur komið skiptir afar miklu máli að hafa skipulag í umhverfi barnanna. Þetta skipulag á að gefa öryggi og skapa samspil en samtímis laða fram og þróa sjálfstæði barnsins og frumkvæði (Bruner 1975). í skóla barnanna og dagvistarstofnun er yfirleitt farið eftir ákveðnu dagskipulagi og sett upp stundatafla fyrir hvert barn. Þess þarf að gæta að skipu- lagið verði ekki of stíft og komi í veg fyrir að frumkvæði barnsins fái að njóta sín og fyrirfram ákveðnar aðstæður ráði ferðinni um of. í viðtölum lýstu kennarar og þroskaþjálfar barnanna áhyggjum sínum af þessu. Fagfólk getur dregið þann lær- dóm af mæðrum barnanna að nýta beri allar athafnir til boðskipta, ekki bara þær sem eru fyrirfram ákveðnar á stundatöflu. í þessari rannsókn var ekki gerð athugun á hvaða aðstæður fagfólk teldi bestar í því skyni að eiga boðskipti við börnin en það væri verðugt rannsóknarefni í framhaldi af þessari rannsókn. Eins og fram hefur komið voru merki þau sem venjuleg ungbörn hafa yfir að ráða í samspili við foreldra sína höfð til viðmiðunar í greiningu á myndbandsupp- tökunum í þessari rannsókn. Þessi merki eru andardráttur, grátur, hreyfingar, svip- brigði, hljóð, augnaráð og augnsamband, bros, markviss merki (Martinsen 1992, Rye 1993, Nafstad 1996, Papusek 1977, Stern 1985, Jakobsen 1992, Smith og Ulvlund 1991, Lier og Jensen 1981). I niðurstöðum rannsóknarinnar má sjá að hægt var að greina öll þessi merki í samskiptum barnanna við mæður sínar. Börnin sýndu þessi merki þó á afar mismunandi hátt og því gætu þau auðveldlega farið fram hjá þeim sem ekki þekkja börnin eða þær hugmyndir sem hér er byggt á. Oft hefur reynst erfitt að meta boðskipti mikið fatlaðra barna. Niðurstöður rannsóknarinnar virðast því hafa gildi fyrir þá sem starfa með mikið fötluðum börnum sem og fyrir foreldra. Með því að gefa vísbendingar um hvaða merki það eru sem börnin hafa yfir að ráða í samspili er mun auðveldara að átta sig á boðskiptum þeirra og hvaða grunn eigi að byggja í því skyni að rækta þau og efla. í rannsókninni kom í ljós að allar mæðurnar bregðast við gráti barna sinna, andardrætti, svipbrigðum, hljóðaframleiðslu, brosi, augnaráði, og markvissum merkjum þeirra. Komið hefur fram að merkin hjá mikið fötluðum börnum eru oft svo veik að erfitt reynist að sjá þau og túlka og börnin fá því ekki þau svör sem þarf til að boðskiptin þróist (Martinsen 1992, Jakobsen 1992). Þessi hætta er augljóslega fyrir hendi en það var hins vegar kraftaverki líkast að horfa á það samspil sem átti sér stað milli þeirra mæðra og barna sem þátt tóku í þessari rannsókn. Varla fór nokkurt merki fram hjá mæðrum barnanna og þær túlkuðu stöðugt atferli barna sinna og reyndu að finna út um hvað boðmerki þeirra snerust. Oft hefur þeirri spurningu verið varpað fram hvort eðlislæg viðbrögð foreldra við boðskiptum barna sinna séu aðeins til staðar hjá foreldrum ungbarna en hverfi þegar börnin eldist. Slíkt er afar eðlilegt þegar um ófatlað barn er að ræða. í þessari 136
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.