Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 138
BOÐSKIPTI MIKIÐ FATLAÐRA BARNA
Hvernig fóru boðskiptin fram milli mæðra og barna í rannsókninni?
Niðurstöður sýndu að mæður barnanna þriggja voru sammála um að boðskiptin
við börnin væru skýrust við venjubundnar hversdagslegar athafnir.
Hvaða lærdóm má draga af vali mæðranna á aðstæðum til boðskipta? Oft fellur
fagfólk í þá gryfju að gera of miklar kröfur til mikið fatlaðra barna og vænta of mik-
illa framfara. Slíkt býður þeirri hættu heim að verið sé að kenna þeim og þjálfa á
sviðum sem eru fyrir ofan getu þeirra. Eins og fram hefur komið skiptir afar miklu
máli að hafa skipulag í umhverfi barnanna. Þetta skipulag á að gefa öryggi og
skapa samspil en samtímis laða fram og þróa sjálfstæði barnsins og frumkvæði
(Bruner 1975). í skóla barnanna og dagvistarstofnun er yfirleitt farið eftir ákveðnu
dagskipulagi og sett upp stundatafla fyrir hvert barn. Þess þarf að gæta að skipu-
lagið verði ekki of stíft og komi í veg fyrir að frumkvæði barnsins fái að njóta sín og
fyrirfram ákveðnar aðstæður ráði ferðinni um of. í viðtölum lýstu kennarar og
þroskaþjálfar barnanna áhyggjum sínum af þessu. Fagfólk getur dregið þann lær-
dóm af mæðrum barnanna að nýta beri allar athafnir til boðskipta, ekki bara þær
sem eru fyrirfram ákveðnar á stundatöflu. í þessari rannsókn var ekki gerð athugun
á hvaða aðstæður fagfólk teldi bestar í því skyni að eiga boðskipti við börnin en það
væri verðugt rannsóknarefni í framhaldi af þessari rannsókn.
Eins og fram hefur komið voru merki þau sem venjuleg ungbörn hafa yfir að
ráða í samspili við foreldra sína höfð til viðmiðunar í greiningu á myndbandsupp-
tökunum í þessari rannsókn. Þessi merki eru andardráttur, grátur, hreyfingar, svip-
brigði, hljóð, augnaráð og augnsamband, bros, markviss merki (Martinsen 1992,
Rye 1993, Nafstad 1996, Papusek 1977, Stern 1985, Jakobsen 1992, Smith og Ulvlund
1991, Lier og Jensen 1981). I niðurstöðum rannsóknarinnar má sjá að hægt var að
greina öll þessi merki í samskiptum barnanna við mæður sínar. Börnin sýndu þessi
merki þó á afar mismunandi hátt og því gætu þau auðveldlega farið fram hjá þeim
sem ekki þekkja börnin eða þær hugmyndir sem hér er byggt á. Oft hefur reynst
erfitt að meta boðskipti mikið fatlaðra barna. Niðurstöður rannsóknarinnar virðast
því hafa gildi fyrir þá sem starfa með mikið fötluðum börnum sem og fyrir foreldra.
Með því að gefa vísbendingar um hvaða merki það eru sem börnin hafa yfir að ráða
í samspili er mun auðveldara að átta sig á boðskiptum þeirra og hvaða grunn eigi
að byggja í því skyni að rækta þau og efla.
í rannsókninni kom í ljós að allar mæðurnar bregðast við gráti barna sinna,
andardrætti, svipbrigðum, hljóðaframleiðslu, brosi, augnaráði, og markvissum
merkjum þeirra. Komið hefur fram að merkin hjá mikið fötluðum börnum eru oft
svo veik að erfitt reynist að sjá þau og túlka og börnin fá því ekki þau svör sem þarf
til að boðskiptin þróist (Martinsen 1992, Jakobsen 1992). Þessi hætta er augljóslega
fyrir hendi en það var hins vegar kraftaverki líkast að horfa á það samspil sem átti
sér stað milli þeirra mæðra og barna sem þátt tóku í þessari rannsókn. Varla fór
nokkurt merki fram hjá mæðrum barnanna og þær túlkuðu stöðugt atferli barna
sinna og reyndu að finna út um hvað boðmerki þeirra snerust.
Oft hefur þeirri spurningu verið varpað fram hvort eðlislæg viðbrögð foreldra
við boðskiptum barna sinna séu aðeins til staðar hjá foreldrum ungbarna en hverfi
þegar börnin eldist. Slíkt er afar eðlilegt þegar um ófatlað barn er að ræða. í þessari
136