Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 16
DANSMENNT Í GRUNNSKÓLA
arhöfundar í dansmennt, danssögu, „nútíma listdansi" og danssamningu í fjögur
ár.
Rudolph Laban er annar brautryðjandi sem lagði áherslu á dans í skólum og
tengdi hann fyrst og fremst markvissri kennslu hreyfinga. Eftir að Laban flúði frá
Þýskalandi og settist að í Englandi við upphaf síðari heimsstyrjaldar einbeitti hann
sér að dansi í skólum. Á þriðja áratugnum hafði hann unnið að þróun kerfis til að
skrá hreyfingar manna í dansi og við störf (Kinetography Laban, einnig nefnt Laba-
notation). í bók sinni (1948) setur Laban fram tillögur að dansi í skólum (Modern
Educational Dance) sem byggist á flokkun hreyfinga í samræmi við áðurnefnt
flokkunarkerfi og kennslu hreyfinga samkvæmt því. í bókinni kemur fram að
hvorki er lögð áhersla á skapandi starf barna né eigin túlkun nemenda. Hins vegar
bendir hann á að það sé kennarans að gefa nemendum fyrirmæli um tiltekna merk-
ingu sem gefa má einstökum hreyfingum. Áhersla er lögð á að börn skynji hreyfi-
getu líkamans, styrk, tíma, rými og flæði hreyfinga, aðlögun að hreyfingum félaga
og að tækjum og tólum í samræmi við hið skilgreinda hreyfikerfi. Einnig kemur
fram í áðurnefndri bók Labans að hugtakið „Modern Educational Dance" er fyrst
og fremst hugsað sem kynni af hreyfigetu í samræmi við skilgreint hreyfikerfi dans-
ins, og skilningur barna á eigin hreyfingum er miðaður við það. Dans sem tjáning-
arform, listform og leið til að efla skapandi hugsun liggur samkvæmt Laban (1948)
utan við hugtakið „Educational Dance".
Þróun dansins innan skyldunáms í skólum er fremur skammt á veg komin á
Norðurlöndum miðað við nokkur enskumælandi lönd, svo sem Bretland og lönd
Norður-Ameríku, þar sem dans í skólum hefur lengi tíðkast. í ýmsum ríkjum Banda-
ríkjanna hefur dans lengi verið hluti af námi bama, einkum alþjóðlegir þjóðdansar.
Sem dæmi má nefna ferningsdans (square dance) sem talinn er hafa borist með inn-
flytjendum frá Englandi en þar voru þeir löngu horfnir sem lifandi hefð en voru síðar
endurvaktir. Bandarísk böm kynnast þessari danstegund á skólaárum og eru stolt af
arfleifð sinni á þessu sviði. Hliðstæð dæmi má finna í Kanada og fleiri löndum.
Nokkurt bakslag virðist hafa orðið í danskennslu í skólum frá áttunda áratugn-
um fram á fyrsta hluta þess tíunda í kjölfar aukinnar áherslu á keppnisíþróttir. Síð-
ustu árin má greina vísbendingar um aukna áherslu á dans í námi barna.
í breskum námskrám af eldri gerð virðist sem megináherslan hafi verið á
kennslu dansa. Minni áhersla hefur verið lögð á að kynna börnum helstu svið dans-
ins og efla túlkun og skapandi hugsun barna. Brinson (1991) rekur í bók sinni Dance
as Education nokkuð þróun dansins í breskum skólum og baráttu fyrir flokkun
dansins með listgreinum í stað íþrótta í námskrá 1979. Málið fékk ekki brautar-
gengi. Þá kynnir hann hugmyndir sínar um dansmennt á skyldunámsstigi og nefnir
eftirfarandi forgangsverkefni sem leggja þurfi áherslu á í skyldu- og valgreinanámi
(bls. 81, lausleg þýðing):
Sérhver nemandi ætti að öðlast reynslu af dansi ígrunn- og framhaldssskóla og um
11 ára aldurfá tækifæri til að velja framhaldsnám á afmörkuðu sviði dansins.
Forsendu þessa telur hann vera að dans sé sjálfstæð listgrein og jafngild öðrum list-
greinum í námskrá. Þá bendir hann á nauðsyn þess að ungmenni sem sýna afburða
14