Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 46
SKILAR NÁMS- OG STARFSFRÆÐSLA ÁRANGR
virkari aðferð í ákvarðanatöku, en það eru sá röklegi, getspaki og tilfinningalegi.
Fólk sem beiti þessum aðferðum treysti fremur á innri styrk í ákvarðanatöku. Hinir
lýsi óvirkari aðferð.
Þýðing og staðfærsla á „repertory grid test" sem þýða mætti sem talningargrind
var lögð fyrir svarendur til að mæla tvö stig starfshugmynda, samtengingu og að-
greiningu (integration og differentiation). Samtengingin vísar til innbyrðis tengsla í
hugsun um störf, t.d. að einstaklingurinn átti sig á því að verkfræðingur hafi bæði
miklar tekjur og langt og krefjandi nám að baki. Aðgreiningin vísar til þess að hugsun
einstaklingsins um starfið er fjölbreytt, því í mati sínu á starfinu notar hann mörg
sjónarhorn. Honum gæti t.d. þótt starf sölumannsins samfélagslega mjög gagnlegt, en
bjóða upp á lítið atvinnuöryggi. Talningagrindin byggir á talningagrind Bodden
(1970), þar sem svarendur velja af sjöskiptum kvarða, sem lýsir störfum (t.d. mikl-
ar/litlar tekjur, auðvelt/erfitt nám). Þá var bætt við grindina lista og matskvörðum
frá Guichard og félögum (1994). Notað er forritið PC Grid (Metzler & Magaral, 1993)
til að fá mælingar á samtengingum og aðgreiningum í hugsun um störf.
Framkvæmd. Lagðir voru fyrir nemendur tveir spurningalistar, annar í septem-
ber 1995, áður en fræðslan fór fram, og hinn í maímánuði 1996. Spurningalistarnir
voru lagðir fyrir í skólunum 16 á skólatíma af sama einstaklingnum.
NIÐURSTÖÐUR
Það er til marks um það að nemendur huga mikið að framtíðinni í 10. bekk að um
vorið geta mun fleiri tjáð sig um fyrirætlanir í námi og starfi en haustið á undan. Að
vísu kveðast um 93% nemenda ætla í framhaldsskóla um vorið, sem er svipaður
fjöldi og haustið á undan. Ef við á hinn bóginn skoðum hvað þeir nemendur sem
ætla sér í skóla segjast ætla að leggja stund á í framhaldsskóla, kemur í ljós að 44%
nemenda geta ekki svarað því á hvaða námsbraut þeir ætla sér að haustinu. Um
vorið hefur þeim fækkað niður í 26% sem eru óákveðnir um námsbraut. Það er
óneitanlega áhyggjuefni að í maímánuði geti svo hátt hlutfall nemenda ekki sagt á
hvaða námsbraut þeir ætla. Þó þurfa þeir að geta tilgreint þetta val á innritunar-
blöðum í júníbyrjun. Þegar skoðað er hvort nemendur í náms- og starfsfræðsluhópi
eru ákveðnari um val á námsbraut sést að þar eru áhrifin greinileg. Eins og sjá má í
töflu 2a eru 20% nemenda í fræðsluhópi óákveðnir um vorið, en 36% í samanburð-
arhópi. Er framfarir nemenda sem fengu fræðslu eru bornar saman við þá sem enga
fræðslu fengu sést marktækur munur. Annar mælikvarði, en sýndur er í töflu 2a
var lagður á þennan sama mun í framförum og er sýndur í töflu 2b. Munur á
framförum á milli hópa var mældur á þann veg að þeir sem fóru úr óvissu í vissu
fengu gildi 3. Þeir sem fóru úr hiki yfir í vissu fengu gildið 2. Þeir sem fóru úr óvissu í
hik fengu gildið 1 (minnstar framfarir)5. Engin breyting fékk gildið 0. Framfarir í
fræðsluhópi mældust vera 1,1 á þessum skala, en aðeins 0,7 í samanburðarhópi.
Dreifigreining sýnir að þessi munur er marktækur F(4,776) = F(l, 280), p <0,05.
5 Vissir eru þeir sem svara því játandi að hafa ákveðið námsbraut, en óvissir þeir sem svara því neitandi. Hik-
andi eru þeir nemendur sem svara því til að hafa ekki alveg ákveðið hvaða námsbraut þeir ætla á.
44