Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 7

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 7
FRÁ RITSTJÓRA „Seint koma sumir - og koma þó!" segir gamalt máltæki. Uppeldi og menntun er enn þriðjungi árs á eftir ártali sínu nú, en hefti ársins 2000 kemur þó út fyrir mitt ár 2001. Þetta er vissulega ekki einstætt meðal vísindarita og kannski nokkur huggun að á síðustu tveim ritstjómarárum hefur þó unnist eins og einn ársfjórðungur! Að gamn- inu slepptu er þetta samt umhugsunarefni. Það er of algengt að háskólafólk hlaðist verkum svo að það seinki verulega viðfangsefnum eins og þessu, því í raun hefði þetta hefti átt að geta komið út fyrir áramót ef ekki hefðu komið til annir ritstjóra og höfunda. Þetta er ekki sagt til þess að biðjast velvirðingar heldur aðeins til þess að minna menn á að eitt af verkefnum framtíðarinnar í háskólastarfi hlýtur að vera að draga úr vinnuálagi og skapa frjóar aðstæður til vísindaiðkana og útgáfu. Umræðu er þörf, en það kann líka að vera skynsamlegt að horfa í fleiri áttir en hina gútenbergsku. Undanfarin misseri hefur fólk rætt saman innan Kennarahá- skóla íslands um nýtt vefrit, Netlu; nafnið er komið frá einum af höfundum síðasta heftis Uppeldis og menntunar, Þuríði Jóhannsdóttur, og vísar með skemmtilegum hætti bæði til Netsins og brenninetlunnar, því sannarlega er þörf á riti sem stingur! Engin ákvörðun hefur verið tekin, en þessari Netlu yrði síður en svo stefnt til höfuðs Uppeldi og menntun heldur gæti hún miklu fremur orðið eins konar gróðrar- stöð fyrir prentaða útgáfu. Greinar sem fengið hafa dálitla eldskírn í Netlu verða áreiðanlega boðnar velkomnar í prentuð rit og þar með einmitt fallist á þá skoðun að ritun slíkra greina sé ferli en ekki líkjandi við fæðingu Aþenu, sem stökk alsköp- uð úr höfði föður síns. Ný tækni mun kenna mönnum að hugsa og vinna með nýj- um hætti. Það tekur tíma, en það gerist. í þessum níunda árgangi Uppeldis og menntunar kennir ólíkra grasa. Listgreinin dansmennt fer fyrst en síðan fjalla sérfræðingar um náms- og starfsfræðslu, nátt- úrufræðimennt, félagslega stöðu barna, tvítyngd leikskólaböm og boðskipti mikið fatlaðra barna. Undir fyrirsögninni Um starfið er birtur fyrirlestur um fagmennsku og kafli ritsins um bækur og námsefni fjallar um stærðfræðing og umhverfismennt. - Efnið sýnir breidd þeirrar stofnunar sem að tímaritinu stendur og á vonandi eftir að blasa enn betur við í næstu árgöngum. Þegar horft er til baka yfir þá níu árganga sem nú hafa birst af Uppeldi og menntun er ljóst að mikið af efni tímaritsins er niðurstöður eigind- eða megindlegra rannsókna. Tölfræðilega úrvinnslu gagna ber þar mjög hátt. Þetta skal sannarlega ekki lastað en hins vegar er freistandi að spyrja hvort tímarit sem kennir sig við Kennaraháskóla íslands og er gefið út af honum þurfi ekki líka að egna til um- ræðna, verða vettvangur skoðanaskipta um álitamál, taka undir það sem prófessor Trond Berg Eriksen í Ósló hefur orðað ágætlega: Tilgáta er tilraunastofa (En teori er et laboratorium). Kennaramenntunin þarf stöðugt á nýjum tilgátum (þ.e. tilrauna- stofum) að halda og þar bíða mikil verkefni fyrir tímaritið og höfunda þess. Það er von mín þegar ég óska nýjum ritstjóra góðs í starfi að Uppeldi og menntun eigi eftir að verða hvassari geir en hingað til, nái með tíu ára afmælinu að verða ritið sem menn tala um, vitna til og viðurkenna að skiptir máli. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.