Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 101
ELSA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR
Þegar tvítyngdir nemendur koma í grunnskólann reynist mörgum námið erfitt,
sérstaklega þegar líða fer á skólagönguna. Stór hópur þeirra missir trú á eigin getu
og hyggur ekki á framhaldsnám. Aðeins 50°/) tvítyngdra nemenda í 10. bekk reyna
að fara í framhaldsskóla, samanborið við 90% meðaltal („Flestir nýbúar hætta í
námi", 1999). Ungu fólki af erlendum uppruna hefur ekki vegnað vel í framhalds-
skólum og brottfall þess virðist vera nærri 100% úr framhaldsnámi (Menntamála-
ráðuneytið, 1998:24).
Tvítyngi
Tvítyngi hefur verið skilgreint sem „færni í að skilja, tala og síðar lesa og skrifa á
tveimur tungumálum og búa í tveimur menningarheimum" (Rannveig Þórisdóttir,
Sigurlaug H. Svavarsdóttir og Jón Gunnar Bernburg, 1997:15). Tvítyngdir einstak-
lingar geta verið mjög ólíkir hvað varðar málhæfni, en þeir þurfa að tileinka sér og
nota tvö tungumál. Ingibjörg Hafstað (1994:9) segir að þegar samskipti barna fari
fram á tveimur tungumálum innan veggja heimilis og í skólum megi segja að þau
séu tvítyngd. Þetta á bæði við um börn sem komin eru vel á veg með að tileinka sér
tvö mál og geta auðveldlega tjáð sig á þeim báðum og eins um börn sem enn hafa
ekki náð tökum á öðru eða báðum málunurn.
í flestum löndum heims er það talið eftirsóknarvert af þeim sem eru í efri lög-
um samfélagsins að kunna erlend tungumál. Nauðsynlegt er að kunna skil á mörg-
um tungumálum til að skapa sér auð og völd og halda þeim. Málakunnátta hefur
verið ótvíræður kostur fyrir valdastétt samfélagsins. Hins vegar hefur fólk sem til-
heyrir málfarslegum minnihlutahópum4 mætt margs konar erfiðleikum og oft
beinni andstöðu menntayfirvalda í viðleitni sinni til að verða talandi á mörg tungu-
mál. Skutnabb-Kangas, finnsk-sænsk fræðikona, telur það vera mannréttindi fyrir
málfarslega minnihlutahópa að ná færni í að minnsta kosti tveimur tungumálum og
það sé forsenda þess að geta tekið þátt í menningu, stjórnmálum og efnahagslífi
samfélagsins sem þeir búa í (Skutnabb-Kangas, 1995:7-9).
Það hefur verið sagt að menning sé eins og hús með marga glugga (Jagdish
Gundara, fyrirlestur 26. 2. 1998). Að kunna fleiri en eitt mál opnar nýjan glugga út í
heiminn, það eykur skilning og víðsýni og stuðlar að umburðarlyndi. Öll tungumál
heimsins eru jafngild, þau eru öll kerfi tákna sem notuð eru til samskipta og hugs-
unar. En á Vesturlöndum virðist það fara eftir tungumálum hvort það telst kostur
eða galli að kunna fleiri en eitt mál. Móðurmál þjóðernisminnihlutahópa eru oft í
minni metum en málið sem meirihluti þjóðarinnar talar. Evrópsk tungumál svo
sem franska og enska hafa allt aðra stöðu í tungumálasamfélaginu heldur en mál
sem töluð eru í Suður-Asíu. Þá stöðu má rekja aftur til nýlendutímans. Nýlendu-
herrarnir kúguðu íbúana og til þess að réttlæta gerðir þeirra var því oft haldið á
lofti að innfæddir væru „óæðra" fólk hvað snertir greind og siðferði. Tungumál
viðkomandi þjóða voru þar af leiðandi ekki álitin vera merkileg og jafnvel drag-
bítur á þroska einstaklingsins (Reid, 1992:15-17). Var jafnvel talið að best væri fyrir
4 Hópar sem hafa annað móðurmál en meirihlutinn.
99