Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 171

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 171
KRISTÍN HALLA JÓNSDÓTTIR tölunni sjálfri. Þannig er einmitt talan 6 fullkomin, samkvæmt þessari skilgreiningu, því 1 + 2 + 3 = 6. Tvær tölur kallast vinatölur ef deilasumma fyrri tölunnar er jöfn seinni tölunni og deilasumma þeirrar seinni jöfn fyrri tölunni. Dæmi um vinatölur eru tölurnar 220 og 284. Deilar tölunnar 220 eru 1, 2, 4, 5,10,11, 20, 22, 44, 55 og 110 og séu þeir lagðir saman fæst talan 284. Deilar tölunnar 284 eru á hinn bóginn 1, 2, 4, 71 og 142 og séu þeir lagðir saman fæst talan 220. Frumtölur skipa veglegasta sessinn af þeim talnaflokkum sem Grikkir fengust við. Frumtala er náttúrleg tala, önnur en 1, sem er þannig að einu náttúrlegu tölurn- ar sem ganga upp í hana er hún sjálf og talan 1. Ein elsta setning stærðfræðinnar segir að frumtölurnar séu óendanlega margar. Sönnun setningarinnar er kennd við Evklíð, frægasta gríska stærðfræðing fornaldar, sem var uppi um 300 fyrir Krist. Sönnunin er svo kölluð óbein sönnun, því Evklíð rökstyður að andstæða setningar- innar geti ekki gilt. Það er að segja hann rökstyður að frumtölurnar geti ekki verið endanlega margar sem auðvitað jafngildir því að þá hljóti þær að vera óendanlega margar, eins og sanna átti. Sönnun Evklíðs er gullfalleg og röksemdafærsla hans einföld og skýr. Frumtölurnar, leitin að þeim og hvernig þær sitja meðal náttúrlegu talnanna, þ.e. hvar í röðinni þær skjóta upp kollinum, hefur verið viðfang stærð- fræðiiðkana allt fram á þennan dag. Og þær eru einskonar hornsteinar náttúrlegu talnanna með tilliti til margföldunar því aðrar náttúrlegar tölur má „smíða" sem margfeldi frumtalna. Svokölluð Aðalsetning reikningslistarinnar fjallar einmitt um þetta en hún segir: Sérhver náttúrleg tala önnur en 1 er annaðhvort frumtala eða hana má tjá á einhlítan hátt sem margfeldi frumtalna. Það skal tekið fram að Grikkir töldu röð talna í margfeldi ekki skipta máli og því leiðir af Aðalsetningu reikningslistarinnar að sérhverja náttúrlega tölu, sem er hvorki frumtala né talan 1, má leysa upp í frumþætti á einn og aðeins einn veg. Þessar tölur kallast samsettar tölur og svo dæmi sé tekið þá er talan 1001 samsett tala. Hún er margfeldi talnanna 7, 11 og 13 sem eru frumtölur og eru því frum- þættir hennar. Aðra frumþætti á hún sér ekki. Meginuppistaða bókarinnar The man who loved only numbers eftir Paul Hoffman fjallar um ungverska stærðfræðinginn Paul Erdös, barn 20. aldar, sem helgaði glímunni við talnafræði starfsævi sína. Hann heillaðist ungur af fræðigreininni og hóf snemma að velta fyrir sér spurningum á sviði hennar. Það er einmitt eitt af einkennum sígildrar talnafræði hve sjálfar spurningarnar, sem greinin fæst við að svara, geta verið einfaldar. Nánast allir skilja þær og geta velt þeim fyrir sér og leitað svaranna. Svara sem á hinn bóginn getur verið svo torvelt að finna og rök- styðja að sumum spurningunum er ósvarað enn í dag þrátt fyrir að glímt hafi verið við þær öldum saman. Ein slík spurning varðar fullkomnar tölur, sem minnst var á hér á undan. Hljóðar hún svo: „Er til oddatala sem er fullkomin?" í leit að svarinu myndu væntanlega flestir byrja á að skoða oddatölurnar, eina af annarri, finna deila þeirra, leggja þá saman og kanna hvort útkoman sé jöfn oddatölunni sjálfri. En tökum fleiri dæmi um spurningar: „Er sérhver slétt tala önnur en talan 2 summa tveggja frumtalna?" „Eru til óendanlega margar tvenndir af vinatölum?" „Eru til 169
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.