Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 123

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 123
GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR Viðtölin sem tekin voru við mæður barnanna, þroskaþjálfa þeirra og kennara sem og einn utanaðkomandi aðila voru svokölluð opin viðtöl (Cohen og Manion 1994). Að vissu marki var búið að ákveða fyrirfram og afmarka umræðu og við- fangsefni með rannsóknarspurningunum tveimur sem síðan komu eðlilega inn í umræðurnar. Boðskipti mikið fatlaðra barna eru flókið viðfangsefni og erfitt hefur reynst að meta þau. Stór hluti af slíku mati er túlkunin á boðskiptum barnsins. Notuð voru hópviðtöl en í eigindlegum rannsóknum á síðari árum hefur aukist notkun slíkra viðtala við öflun rannsóknargagna. Hópviðtöl felast í vandlega undirbúnum sam- ræðum sem ætlað er að laða fram skilning á eða viðhorf til ákveðinnar hugmynda- fræði eða viðfangsefnis við hvetjandi aðstæður (Gall, Borg og Gall 1996). Ég átti fund með kennurum og þroskaþjálfum hvers barns saman einu sinni, þrjár klukku- stundir í senn. Við horfðum saman á myndbandsupptökuna af barninu og ég stöðvaði það á fyrirfram ákveðnum stöðum þar sem að mínu mati komu fram skýr dæmi um boðskipti móður og barns. Jafnframt stöðvaði ég myndbandið þegar ein- hver í hópnum kom með athugasemdir um einhver tiltekin atriði. Athugasemdir skráði ég jafnóðum. Umræðurnar fóru fram á afslappaðan og þægilegan hátt, voru auk þess ánægjulegar fyrir þátttakendurna sjálfa, þar sem þeir deildu hver með öðrum hugmyndum og skilningi á viðfangsefninu. Þátttakendur höfðu áhrif hver á annan með því að bregðast gagnkvæmt við þeim hugmyndum og athugasemdum sem fram komu í hópnum. Ég hitti utanaðkomandi aðila tvisvar, fjórar klst. í senn, og horfðum við saman á myndböndin þrjú. Viðtölin fóru fram á sama hátt og hópviðtölin. Ég stöðvaði myndböndin á sömu stöðum og spurði sömu spurninga og ég hafði gert í hópvið- tölunum. Þroskaprófíllinn Þegar leitað var svara við seinni rannsóknarspurningunni var þroskaprófillinn notaður sem viðmið eða mælitæki. Prófíllinn byggir á fjórum flokkum en þeir eru: nánd, könnun, félagslegt samspil og boðskipti. Innan hvers flokks eru 5-6 viðmið, lýsingar á hverju viðmiði fyrir sig og dæmi um hvernig megi nota þau við athugun á boðskiptum barnsins við mótaðila sína. Nánd er athuguð með því að kannað er hversu nálægt mótaðilanum barnið þarf að vera til þess að það geti tekið frum- kvæðið að því að kanna umhverfi sitt og sína nánustu (sjá nánar Töflu 1). Könnun barns er nátengd því að sá sem tengist því mest sé hin örugga höfn fyrir það. Könn- un felur í sér að barnið fái tækifæri til þess að kanna fólk (einkum andlit þess), hluti og umhverfi (sjá nánar Töflu 2). í félagslegu samspili er athugað hvernig barnið bregst við og mótaðilinn svarar. Skoðað er hvernig barnið og mótaðili þess hefja samspilið, viðhalda því og halda athygli hvort annars í ákveðinn tíma (sjá nánar Töflu 3). f boðskiptum er athugað hvaða markvissum merkjum barnið hefur yfir að ráða (sjá nánar Töflu 4). 121
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.