Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 100
TVÍTYNGD LEIKSKÓLABÖRN
enda menning þess náskyld íslenskri menningu, tungumál flestra af germönskum
uppruna og flestir aðhylltust kristna trú.
Á síðustu áratugum hafa aðstæður breyst. Fólk hefur komið frá framandi svæð-
um í Afríku, Asíu og Austur-Evrópu. Þar eru ríkjandi önnur menningarleg og
trúarleg gildi og tungumálin ólík íslensku. íslendingar hafa tekið á móti nokkrum
flóttamannahópum, sóst hefur verið eftir erlendu vinnuafli og íslendingar hafa sótt
sér maka til framandi menningarsvæða. Allmörg börn hafa verið í hópi þeirra út-
lendinga sem sest hafa hér að. Nýir íbúar hafa á margan hátt auðgað íslenskt þjóð-
félag, þar nægir að nefna tónlistarmenn sem hafa verið í fararbroddi á sínu sviði og
fjölbreytta matarmenningu sem hingað hefur borist með innflytjendum, en einnig
hefur komið í ljós að samfélagið hefur ekki verið nægjanlega undir þennan fjöl-
breytileika búið og engin stefna hefur verið mörkuð um það hvernig allir, óháð
uppruna, eiga að geta tekið virkan þátt í samfélaginu (Menntamálaráðuneytið,
1997:14-15).
í þjóðskrá 1. desember 1996 voru alls 5.148 með erlent ríkisfang eða 1,95% allra
íbúa landsins (Menntamálaráðuneytið, 1997:19). En 31. desember 1999 voru er-
lendir ríkisborgarar orðnir 7.218 eða 2,66% af íbúafjöldanum (Tölvupóstur frá Hag-
stofu íslands, 5. apríl 2000). Áætlað er að um það bil 60 ólík erlend tungumál séu
töluð hér á landi sem móðurmál útlendinga sem hér eru búsettir. Tæplega 700 tví-
tyngdir nemendur (börn erlendra foreldra og íslensk börn sem hafa dvalið lang-
dvölum erlendis) eru í grunnskólum (Kristín Njálsdóttir, 1998:219).
Engin sérstök ákvæði eru í leikskólalögum (Lög um leikskóla nr. 78/1994) um
tvítyngd börn en álitið hefur verið mikilsvert að börn af erlendum uppruna sem
ekki hafa íslensku að móðurmáli komist sem fyrst í leikskóla vegna þess að leik-
skólinn getur gegnt veigamiklu hlutverki í aðlögun barnanna að íslensku samfélagi.
Börn af erlendum uppruna hafa forgang í leikskóla Reykjavíkur frá tveggja og hálfs
árs aldri (Dagvist barna, 1998:9). Nýjar rannsóknir (Birna Arnbjörnsdóttir, 1998:15;
Cummins, 1996:97-123) benda nú eindregið til þess að góð kunnátta í móðurmáli sé
nauðsynleg til að geta náð tökum á seinna máli3. Það getur því verið tvíbent að setja
lítið barn í leikskóla áður en það nær tökum á móðurmálinu. Tvítyngdum börnum
fylgir ekki sérstuðningur í leikskólanum. Hins vegar á leikskólinn rétt á túlkaþjón-
ustu, þannig að hægt er að taka foreldraviðtöl með túlk og fá túlka á foreldrafundi.
í leikskólum er nýlega farið að sinna málefnum tvítyngdra barna, en þau hafa
hvorki notið móðurmálskennslu né sérstakrar íslenskukennslu og ekki hefur nægj-
anlega verið fjallað um tvítyngd börn í leikskólakennaramenntun (Menntamála-
ráðuneytið, 1997:35-36). í Aðalnámskrá leikskóla (Menntamálaráðuneytið, 1999:15) er
talað um að tvítyngd börn eigi að varðveita menningu sína, tungu og trú en ekkert
kveðið á um það hvernig eigi að gera þeim það kleift. Haustið 1998 voru 272 börn
af erlendum uppruna í leikskólum borgarinnar og töluðu 39 tungumál. Fjölmenn-
ustu tungumálahóparnir voru enska, tælenska, filipínsk mál, franska og þýska
(Dagvist barna, 1998:9).
3 Seinna mál er hér notað sem þýðing á „second language".
98