Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 63
M . ALLYSON MACDONALD
Rammagrein 1
Nokkur hugtök í kenningum Vygotskys umfélagslega hugsmíði
(unnið upp úr Howe 1995 og Hodson og Hodson 1998a, b)
Vygotsky lagði áherslu á að þróun væri byggð á samskiptum milli barna og milli
barna og fullorðinna. Kennsla og þróun eru samvirk/gagnvirk (interactive).
Hugtakaskipti og þróun er ferli þar sem barnið, í samvinnu við kennarann
eða önnur böm, fellir almenn hugtök inn í það hugtakakerfi sem það þegar hefur
og samræmir eða breytir því eftir þörfum. T.d. þegar böm læra ný tungumál er
stuðst við móðurmálið sem miðlara milli hluta og nýja tungumálsins. Um leið fer
barnið að skilja móðurmálið á nýjan hátt og sem hluta af einhverju stærra kerfi.
Vygotsky hélt því fram að hvorki almenn né vísindaleg hugtök lærðust
sem endanleg hugtök. Með kennslu hugtaka er hafin þróun sem eflir skilning
en þróuninni lýkur ekki í kennslunni.
Tungumál eða talað mál (language) eru mikilvæg til að miðla hugsun; orð
eru forsenda þess að hugsun geti átt sér stað. Talað mál á sér einnig stað í huga
manns (inner speech). Vygotsky lítur á mál sem tæki til úrlausnar verkefnum,
því flóknari sem viðfangsefnin eru, því mikilvægara verður málið. Mál og
hugsun eru upphaflega óháð hvert öðru, en eftir því sem barnið eldist og
reynsla þess eykst, setur barnið hið manngerða umhverfi sitt í samhengi, fyrst
við að skipuleggja úrlausnir viðfangsefna og síðar til að þroska hugsanaferli.
Mikilvægt er fyrir kennara að leggja fram verkefni sem falla innan svæðis
hins mögulega þroska eða þroskasvæðis (zone of proximal development) sem er
svæðið milli þess sem barnið getur numið sjálfstætt og þess þroska sem það
gæti náð undir leiðsögn fullorðinna eða í samvinnu við lengra komna félaga
sína.
Howe (1995) varar við að of mikil áhersla hafi verið lögð á hugtök og hug-
myndir um þroskasvæði en of lítil áhersla á hlutverk félagslegra samskipta og
menningarlegs samhengis í námi. Félags- og menningarlegt samhengi kennslu
hefur verið rannsakað með ýmsum hætti (t.d. Cobern 1993 og Shepardson
1999). Nauðsynlegt er að taka mið af því samhengi sem verkefni og kennsla
fara fram í þegar hugtök eru kennd.
Vinnupallar í námi (scaffolding) eru eins og vinnupallar utan á byggingu.
Þeir veita stuðning, virka sem verkfæri, stækka vinnusvæðið, gera kleift að
vinna verk sem annars væri ómögulegt og eru einungis notaðir þegar þörf
krefur. Mikilvægt er að vinnupallar breyti ekki eðli athafnarinnar sjálfrar. Þeir
eru notaðir til að halda athöfninni óbreyttri á sama tíma og þeir veita nem-
endum stuðning til þátttöku. Stuðningnum er stillt þannig að nemandinn verði
æ virkari í athöfninni. Þegar nemandinn hættir að vera áhorfandi og er orðinn
fullgildur þátttakandi í athöfninni er búið að fjarlægja vinnupallana. Nýir
pallar eru byggðir fyrir nýjar athafnir.
61