Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 116

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 116
BOÐSKIPTI MIKIÐ FATLAÐRA BARNA Þróun aðferða í vinnu með mikið fötluðum börnum Á síðustu áratugum hefur orðið mikil þróun í þeim aðferðum sem notaðar hafa ver- ið í þjálfun, uppeldi og kennslu mikið fatlaðra barna. Árið 1974 var öllum íslensk- um börnum tryggður réttur til skólagöngu. Það var þó ekki fyrr en með sérkennslu- reglugerðinni frá 1977 að gert var átak hér á landi og reynt að veita öllum nemend- um markvissa kennslu og þjálfun. Varla er hægt að segja að mikið fötluð börn hafi fengið markvissa kennslu eða þjálfun hér á landi fyrr en eftir 1980. Fyrir þann tíma var afar takmörkuð þekking á aðferðum sem að gagni mættu koma, hér á landi sem og annars staðar í heiminum. Ekki er því ýkja langt síðan talið var ógerlegt að kenna mikið fötluðum börnum og sjálfsagt þótti að þau væru vistuð á stofnun frá unga aldri. Mikið fötluðum börnum hefur verið sýndur aukinn áhugi á undanförnum ár- um bæði hér á landi og annars staðar. Á áttunda áratugnum var mikið rætt á Norð- urlöndum og víðar í hinum vestræna heimi um aðferðir í uppeldi og menntun mik- ið fatlaðra barna. Farið var að aðlaga aðferðir sem þróaðar höfðu verið í kennslu daufblindra og þær voru nýttar til vinnu með mikið fötluðum börnum. Árangurinn lofaði góðu, einkum á sviði boðskipta. Umræðan var í sama farvegi í Bandaríkj- unum, Hollandi og víðar í hinum vestræna heimi. Meirihluti daufblindra barna var á þessum tíma börn sem höfðu hlotið skaða á fósturskeiði vegna þess að móðirin sýktist af rauðum hundum. Eftir að farið var að bólusetja gegn rauðum hundum um 1970 varð sjaldgæfara að börn fæddust daufblind og þau börn sem fæddust daufblind eftir þennan tíma voru oftast nær einnig hreyfihömluð og/eða þroska- hömluð. Fagfólk, sérhæft til starfa með daufblindum, fór að veita mikið fötluðum börnum meiri athygli og gera sér grein fyrir að svipaðar aðferðir hentuðu þessum hópum (Endresen 1995). Á áttunda áratugnum var oft vitnað til skrifa og rannsókna Hollendingsins Johannes van Dijk (1966, 1968, 1981). Aðferðirnar sem þróaðar voru í Hollandi í framhaldi af þeim hafa haft mikil áhrif í hinum vestræna heimi. Kurt Vinterhoj frá Danmörku varð jafnframt mikill áhrifavaldur á Norðurlöndum en þar var bók hans Multihandicappedes sprogudvikling (1978) lengi lögð til grundvallar í menntun þeirra sem störfuðu með daufblindum. Vinterhoj byggir hugmyndir sínar á vitneskju um eðlilegan þroska barna og lýsir einnig ýmsum leiðum til boðskipta sem byggðar eru á hugmyndum van Dijks og voru þessar hugmyndir útfærðar í Noregi skömmu síð- ar. Þar var aðferðin kölluð „skipulögð boðskipti" („strukturert total-kommunika- sjon"; Skjorten 1991). í þessum aðferðum er m.a vitnað til Jerome Bruner (1975) sem lýsir því að hlutverk hins fullorðna í samspili við barnið felist í því að byggja upp skipulag fyrir það. Skipulagið á að gera barnið færara um að taka á móti upplýsingum um umhverfið og sjálft sig, gefa barninu yfirsýn yfir tilveruna og koma í veg fyrir að það upplifi hlutina sem tilviljunarkennda eða ógnvænlega. Skipulag sem verður til á þennan hátt á að vera stuðningur við barnið á meðan það er að víkka reynsluheim sinn en það verður þó að vera sveigjanlegt, þannig að þar sé rúm fyrir nýjar upplifanir. Skipulagið á að gefa öryggi og skapa samspil en sam- tímis laða fram og þróa sjálfstæði barnsins og frumkvæði. í samskiptum foreldra og barna þeirra gerist þetta ósjálfrátt en þegar um er að ræða mikið fötluð börn þarf 114
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.