Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 41

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 41
GUÐBJÖRG VILHJÁLMSDÓTTIR Náms- og starfsfræðsla er, ásamt námsráðgjöf, sú tegund markvissrar aðstoðar við náms- og starfsval sem veitt er í skólum. Fræðslan fer fram í bekkjum og hefur það að markmiði að auðvelda nemendum að taka rökstudda ákvörðun um fram- hald á námi og starfi eftir grunnskólann. Meginefnisþættir náms- og starfsfræðslu eru þrír: sjálfskönnun, könnun á námi og störfum og ákvarðanataka sem byggir á markmiðssetningu og áætlanagerð (NOICC, 1989). . Náms- og starfsfræðsla á Islandi hefur líklega verið í svipuðum farvegi um alllangt árabil, samsett úr fræðslu um skólakerfi, umræðum um eigin ætlanir og vettvangsferðum, þar sem nemendur heimsækja vinnustaði, einir sér eða í hópum. Mjög oft var þessi fræðsla afgreidd á skömmum tíma (Menntamálaráðuneytið 1991). Könnun á námsefnisnotkun 1994 (Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, 1995) sýndi að annaðhvort var það heimagert eða stuðst við námsefni Gerðar G. Óskarsdóttur, Ég og atvinnulífið, auk bæklingsins Nám að loknum grunnskóla, sem Menntamálaráðu- neytið hefur gefið út. Könnun Guðbjargar Vilhjálmsdóttur (1995) á stöðu náms- og starfsfræðslu í landinu sýndi að þessum námsþætti er mjög misskipt á nemendur. Nær helmingur eða 46% nemenda fá mjög litla (að meðaltali 12 tíma) eða enga náms- og starfsfræðslu, en 54% nemenda fá 20-180 tíma í náms- og starfsfræðslu. Þar kom fram að náms- og starfsfræðslan fer svo til eingöngu fram í 10. bekk. Þá er það megin einkenni á náms- og starfsfræðslunni að vettvangsferðir í fyrirtæki og skóla eru þungamiðja þeirra, en í mismiklum mæli þó. Markmið náms- og starfs- fræðslu falla að því sem tíðkast erlendis og sem nefnd voru hér að framan, könnun á sjálfi, könnun á námi og störfum og undirbúningur að ákvarðanatöku. Þá var það athyglisverð niðurstaða að því meiri náms- og starfsfræðslu sem nemendur fengu, því meiri einstaklingsráðgjöf var þeim veitt á vegum skólans (Guðbjörg Vilhjálms- dóttir, 1995). Hugsanlega vekur fræðslan nemendur til umhugsunar og þeir leita sér ráðgjafar í kjölfarið innan skólans. Þegar sett eru fram markmið um náms- og starfsfræðslu, beitum við þeim að- ferðum sem við teljum að skili þeim árangri sem stefnt er að. Það er einnig mikil- vægt að meta hvort fræðslan skilar þeim árangri sem að er stefnt, á hvaða þáttum og við hvaða aðstæður. Með slíkar upplýsingar í farteskinu getum við bætt mark- miðssetningu, aðferðir og aðstæður. Eftir því sem næst verður komist hefur ekki farið fram slíkt mat á náms- og starfsfræðslu hér á landi. Því er orðið tímabært að gera það, sérstaklega í ljósi þess að sumir fá mikla náms- og starfsfræðslu en aðrir enga. Ef nemendur sem ekki fá náms- og starfsfræðslu standa verr að vígi í því að velja sér nám eftir grunnskóla, er það umhugsunarefni fyrir forsvarsmenn þeirra skóla sem bjóða ekki upp á náms- og starfsfræðslu. Þá er það einnig ljóst að með nýjum námskrám verða breytingar á þessum námsþætti og því getur verið gagnlegt að velta fyrir sér hvaða árangri fyrri fræðsluaðferðir hafa skilað. Áður en við skoðum hvaða árangri náms- og starfsfræðsla skilar hér á landi er rétt að líta til annarra landa og athuga hvað rannsóknir þar hafa leitt í ljós um áhrif náms- og starfsfræðslu. Þessar rannsóknir hafa allar sýnt að þegar nemendur sem fá náms- og starfsfræðslu eru bornir saman við samanburðarhópa, þá sýna nemendur framfarir á fjölmörgum þáttum. Hér skal ekki vitnað til einstakra rannsókna, en gerð grein fyrir yfirlitsrannsóknum (meta analysis), sem hver um sig metur heildar- 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.