Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 41
GUÐBJÖRG VILHJÁLMSDÓTTIR
Náms- og starfsfræðsla er, ásamt námsráðgjöf, sú tegund markvissrar aðstoðar
við náms- og starfsval sem veitt er í skólum. Fræðslan fer fram í bekkjum og hefur
það að markmiði að auðvelda nemendum að taka rökstudda ákvörðun um fram-
hald á námi og starfi eftir grunnskólann. Meginefnisþættir náms- og starfsfræðslu
eru þrír: sjálfskönnun, könnun á námi og störfum og ákvarðanataka sem byggir á
markmiðssetningu og áætlanagerð (NOICC, 1989).
. Náms- og starfsfræðsla á Islandi hefur líklega verið í svipuðum farvegi um
alllangt árabil, samsett úr fræðslu um skólakerfi, umræðum um eigin ætlanir og
vettvangsferðum, þar sem nemendur heimsækja vinnustaði, einir sér eða í hópum.
Mjög oft var þessi fræðsla afgreidd á skömmum tíma (Menntamálaráðuneytið
1991). Könnun á námsefnisnotkun 1994 (Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, 1995) sýndi að
annaðhvort var það heimagert eða stuðst við námsefni Gerðar G. Óskarsdóttur, Ég
og atvinnulífið, auk bæklingsins Nám að loknum grunnskóla, sem Menntamálaráðu-
neytið hefur gefið út. Könnun Guðbjargar Vilhjálmsdóttur (1995) á stöðu náms- og
starfsfræðslu í landinu sýndi að þessum námsþætti er mjög misskipt á nemendur.
Nær helmingur eða 46% nemenda fá mjög litla (að meðaltali 12 tíma) eða enga
náms- og starfsfræðslu, en 54% nemenda fá 20-180 tíma í náms- og starfsfræðslu.
Þar kom fram að náms- og starfsfræðslan fer svo til eingöngu fram í 10. bekk. Þá er
það megin einkenni á náms- og starfsfræðslunni að vettvangsferðir í fyrirtæki og
skóla eru þungamiðja þeirra, en í mismiklum mæli þó. Markmið náms- og starfs-
fræðslu falla að því sem tíðkast erlendis og sem nefnd voru hér að framan, könnun
á sjálfi, könnun á námi og störfum og undirbúningur að ákvarðanatöku. Þá var það
athyglisverð niðurstaða að því meiri náms- og starfsfræðslu sem nemendur fengu,
því meiri einstaklingsráðgjöf var þeim veitt á vegum skólans (Guðbjörg Vilhjálms-
dóttir, 1995). Hugsanlega vekur fræðslan nemendur til umhugsunar og þeir leita
sér ráðgjafar í kjölfarið innan skólans.
Þegar sett eru fram markmið um náms- og starfsfræðslu, beitum við þeim að-
ferðum sem við teljum að skili þeim árangri sem stefnt er að. Það er einnig mikil-
vægt að meta hvort fræðslan skilar þeim árangri sem að er stefnt, á hvaða þáttum
og við hvaða aðstæður. Með slíkar upplýsingar í farteskinu getum við bætt mark-
miðssetningu, aðferðir og aðstæður. Eftir því sem næst verður komist hefur ekki
farið fram slíkt mat á náms- og starfsfræðslu hér á landi. Því er orðið tímabært að
gera það, sérstaklega í ljósi þess að sumir fá mikla náms- og starfsfræðslu en aðrir
enga. Ef nemendur sem ekki fá náms- og starfsfræðslu standa verr að vígi í því að
velja sér nám eftir grunnskóla, er það umhugsunarefni fyrir forsvarsmenn þeirra
skóla sem bjóða ekki upp á náms- og starfsfræðslu. Þá er það einnig ljóst að með
nýjum námskrám verða breytingar á þessum námsþætti og því getur verið gagnlegt
að velta fyrir sér hvaða árangri fyrri fræðsluaðferðir hafa skilað.
Áður en við skoðum hvaða árangri náms- og starfsfræðsla skilar hér á landi er
rétt að líta til annarra landa og athuga hvað rannsóknir þar hafa leitt í ljós um áhrif
náms- og starfsfræðslu. Þessar rannsóknir hafa allar sýnt að þegar nemendur sem fá
náms- og starfsfræðslu eru bornir saman við samanburðarhópa, þá sýna nemendur
framfarir á fjölmörgum þáttum. Hér skal ekki vitnað til einstakra rannsókna, en
gerð grein fyrir yfirlitsrannsóknum (meta analysis), sem hver um sig metur heildar-
39