Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 123
GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR
Viðtölin sem tekin voru við mæður barnanna, þroskaþjálfa þeirra og kennara
sem og einn utanaðkomandi aðila voru svokölluð opin viðtöl (Cohen og Manion
1994). Að vissu marki var búið að ákveða fyrirfram og afmarka umræðu og við-
fangsefni með rannsóknarspurningunum tveimur sem síðan komu eðlilega inn í
umræðurnar.
Boðskipti mikið fatlaðra barna eru flókið viðfangsefni og erfitt hefur reynst að
meta þau. Stór hluti af slíku mati er túlkunin á boðskiptum barnsins. Notuð voru
hópviðtöl en í eigindlegum rannsóknum á síðari árum hefur aukist notkun slíkra
viðtala við öflun rannsóknargagna. Hópviðtöl felast í vandlega undirbúnum sam-
ræðum sem ætlað er að laða fram skilning á eða viðhorf til ákveðinnar hugmynda-
fræði eða viðfangsefnis við hvetjandi aðstæður (Gall, Borg og Gall 1996). Ég átti
fund með kennurum og þroskaþjálfum hvers barns saman einu sinni, þrjár klukku-
stundir í senn. Við horfðum saman á myndbandsupptökuna af barninu og ég
stöðvaði það á fyrirfram ákveðnum stöðum þar sem að mínu mati komu fram skýr
dæmi um boðskipti móður og barns. Jafnframt stöðvaði ég myndbandið þegar ein-
hver í hópnum kom með athugasemdir um einhver tiltekin atriði. Athugasemdir
skráði ég jafnóðum. Umræðurnar fóru fram á afslappaðan og þægilegan hátt, voru
auk þess ánægjulegar fyrir þátttakendurna sjálfa, þar sem þeir deildu hver með
öðrum hugmyndum og skilningi á viðfangsefninu. Þátttakendur höfðu áhrif hver á
annan með því að bregðast gagnkvæmt við þeim hugmyndum og athugasemdum
sem fram komu í hópnum.
Ég hitti utanaðkomandi aðila tvisvar, fjórar klst. í senn, og horfðum við saman
á myndböndin þrjú. Viðtölin fóru fram á sama hátt og hópviðtölin. Ég stöðvaði
myndböndin á sömu stöðum og spurði sömu spurninga og ég hafði gert í hópvið-
tölunum.
Þroskaprófíllinn
Þegar leitað var svara við seinni rannsóknarspurningunni var þroskaprófillinn
notaður sem viðmið eða mælitæki. Prófíllinn byggir á fjórum flokkum en þeir eru:
nánd, könnun, félagslegt samspil og boðskipti. Innan hvers flokks eru 5-6 viðmið,
lýsingar á hverju viðmiði fyrir sig og dæmi um hvernig megi nota þau við athugun
á boðskiptum barnsins við mótaðila sína. Nánd er athuguð með því að kannað er
hversu nálægt mótaðilanum barnið þarf að vera til þess að það geti tekið frum-
kvæðið að því að kanna umhverfi sitt og sína nánustu (sjá nánar Töflu 1). Könnun
barns er nátengd því að sá sem tengist því mest sé hin örugga höfn fyrir það. Könn-
un felur í sér að barnið fái tækifæri til þess að kanna fólk (einkum andlit þess), hluti
og umhverfi (sjá nánar Töflu 2). í félagslegu samspili er athugað hvernig barnið
bregst við og mótaðilinn svarar. Skoðað er hvernig barnið og mótaðili þess hefja
samspilið, viðhalda því og halda athygli hvort annars í ákveðinn tíma (sjá nánar
Töflu 3). f boðskiptum er athugað hvaða markvissum merkjum barnið hefur yfir að
ráða (sjá nánar Töflu 4).
121