Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 177

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 177
KRISTÍN HALLA JÓNSDÓTTIR hefur reynst afar mikilvægt framlag til talningarfræði og þar með tölvunarfræði sem er sérkennilegt í ljósi þess að Erdös sjálfur forðaðist tölvur alla tíð (229-231). Meðal stærðfræðinga er Erdös talinn ótvíræður meistari í svokölluðum þrauta- lausnum stærðfræðinnar. I hugtakinu felst að setja fram og/eða leysa stærðfræðileg verkefni sem eru ekki hefðbundin í þeim skilningi að tiltekinni stærðfræðilegri aðferð sé beitt við lausnina. Auk þess þurfa verkefnin að „standa í" mönnum, ann- ars væri ekki um þraut að ræða, og lausnirnar krefjast oftar en ekki óvenjulegrar stærðfræðilegrar innsýnar. Slíka innsýn hafði Erdös í svo ríkum mæli að undrun sætir. Hoffman gefur í bók sinni sláandi dæmi um þetta, dæmi sem hljóta að vekja undrun og aðdáun lesandans. Það er engum vafa undirorpið að framlag Pauls Erdös til stærðfræðinnar er gríðarlegt. Hann helgaði stærðfræðinni í rauninni allt líf sitt, því auk þess að hún væri starfsvettvangur hans og aðaláhugamál þá kom stærðfræðin honum í stað einkalífsins líka. Hún fyllti einfaldlega alla króka og kima í lífi hans. Og ekki má gleyma því að framlag hans til greinarinnar fólst ekki aðeins í því sem hann sjálfur áorkaði heldur einnig þeim ómetanlegu ábendingum og gífurlega hvetjandi áhrif- um sem hann hafði á fjölmarga aðra stærðfræðinga og jafnvel ungmenni, sem á sín- um forsendum glímdu við stærðfræðileg viðfangsefni. Hoffman hefur eftir Richard Guy, talnafræðingi við Háskólann í Calgary í Kanada, að e.t.v. sé mesta framlag Erdös til stærðfræðinnar það hve hann átti stóran þátt í að skapa marga stærð- fræðinga (41). SAMFERÐAMENN Paul Hoffman fjallar all ítarlega í bók sinni um suma starfsbræður og vini Pauls Erdös og varpar ljósi á þá stærðfræði sem þeir fást við eða fengust við. Þetta gefur bókinni meiri dýpt en ella hefði orðið og Hoffman er einkar lagið að velja dæmi sem gefa skýra mynd, jafnvel af flóknum stærðfræðilegum fyrirbrigðum. Hann segir frá æskuvinunum í Ungverjalandi, m.a. Vászonyi, Klein og Szekerers sem hitt- ust reglulega til að ræða og glíma við stærðfræðileg viðfangsefni, jafnvel þegar bannað var af stjórnvöldum að hópar kæmu saman. Hann segir frá tilteknu dæmi um marghyrninga sem ein úr þessum hópi, Esther Klein, lagði fyrir hina og Szekerers lagði sig allan fram um að ná árangri í að leysa, enda ástfanginn af Esther. Szekerers varð fyrstur til að ná einhverjum árangri með dæmið en hann náði fullkomnum árangri í ástamálunum því Esther Klein gafst honum. Erdös tók þá upp á því að kalla dæmið Dæmi hinsfarsæla endis og er skemmst frá því að segja að það nafn hefur fylgt því síðan meðal stærðfræðinga. Erdös átti eftir að betrum- bæta árangurs Szekerers, en enn er dæmið óleyst þótt stærðfræðingar hafi tekið upp þráðinn í atlögunni að því eftir dauða Erdös og þrengt hringinn umtalsvert að upphaflegu tilgátunni. Það voru fleiri ungmenni en jafnaldrar Erdös sem nutu góðs af handleiðslu hans og eldmóði. Hoffman segir frá ungversku undrabörnunum Pósa, Lovász, Pelikan og Bollobás sem Erdös tók undir sinn stærðfræðilega verndarvæng alllöngu síðar. Það hlýtur að hrífa lesendur að fá innsýn í það hverju þessir drengir áorkuðu. 175
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.