Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Síða 17

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Síða 17
SIGRÍÐUR Þ. VALGEIRSDÓTTIR hæfileika í dansi innan skóla sem utan eigi kost á verklegri þjálfun í dansi á vegum skólans. Að hans mati ætti dans sem hluti námskrár skóla að tengjast öðrum greinum til eflingar listum og reynslu á því sviði irtnan skóla sem utan, jafnt í eigin sem öðrum menningarhópum. Brinson leggur einnig áherslu á að styrkja þurfi dans í verkmennta- skólum, svo að unnt sé að sinna og sjá völdum nemendum fyrir verklegri þjálfun. Að lokum bendir hann á að í einstökum byggðarlögum ætti að þróa aðstæður sem veita íbúum tækifæri til að viðhalda áhuga og hæfni í dansi eftir að skólagöngu lýkur. Hugmyndir Brinsons náðu ekki heldur að komast í hina nýju námskrá frá 1996. Þrátt fyrir verulegar breytingar á skyldunámi í íþróttum barna og unglinga hefur breskum áhuga- og fræðimönnum um dansmenntun ekki tekist að losa dans- kennslu í skólum undan námskrá í íþróttum og færa hana inn á svið lista. DÆMI UM NÁMSKRÁ í DANSI/DANSMENNT Dæmi um dans á skyldunámsstigi verða tekin frá Bretlandi og Noregi en bæði löndin hafa nýlega gengið frá námskrám um íþróttir sem fela í sér skyldunám bama í dansi. Einnig verður vikið að nýrri íslenskri námskrá í dansi sem er innan sviðs listgreina. Kynnt verða helstu markmið dansins í áðurnefndum námskrám en megin- áhersla lögð á þá íslensku, sérkenni hennar og útfærslu. Bresk námskrá í skólaíþróttum á skyldunámsstigi frá 1996 í breskri námskrá í íþróttum á skyldunámsstigi (The National Curriculum frá 20. ágúst 1996) er dans sérstakur hluti af heildarnámskrá í íþróttum fyrir 5-16 ára börn svo sem hann var í fyrri námskrá. Dans er skyldugrein innan íþrótta fyrir aldurshópana 5-11 ára en síðari sex árin (11-16 ára) er dans valgrein á sviði íþrótta. Þar er hlutfall hans af heildinni ekki skil- greint. Markmiðum dansins er skipt eftir aldri barna í fjóra meginflokka/ -stig. Skipting er þannig: Fyrsta stig 5-7 ára, 2. stig 7-11 ára, 3. stig valgrein fyrir 11-14 ára og 4. stig valgrein 14-16 ára (sjá viðauka 1, bls. 29). Á fyrsta stigi er lögð áhersla á að kenna nemendum að ná valdi á hreyfingum og bregðast við hugarástandi sem tónlist vekur. Á öðru stigi á að kenna nemendum að setja saman hreyfimynstur og stjóma eigin hreyfingum, kenna þeim dansa frá ólíkum tímabilum og stöðum. Á þriðja stigi er dans valgrein allt til loka skyldu- náms eða námskeið á sérstökum danssviðum. Á fjórða stigi er dans valgrein og kennurum ætlað að kenna nemendum að semja, sýna, túlka og meta dansa. í námskránni er tekið fram að námsmat skuli fara fram við lok hvers námsstigs og eru markmið sem kennurum eru sett prófuð á nemendum. Námskrá segir að kenna skuli nemendum að sýna dansa og ná valdi á að greina og túlka dans, svo og mun á dönsum. Athyglisvert er að markmið í íþróttum eru miðuð við kennarann en ekki hvað börnum er ætlað að læra og ná valdi á. Námsmat skal fara fram við lok hvers námsstigs og eru markmið sem kennur- um eru sett prófuð á nemendum. Námsmat felst því í könnun á hvað flestir nemend- ur geta sýnt að þeir hafi tileinkað sér í lok hvers stigs af þeim markmiðum sem 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.