Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 87

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 87
GUÐRÚN KRISTINSDÓTTIR áhugi á að athuga einstök atriði nánar. Áhyggjur hafa talsvert verið athugaðar í rannsóknum á börnum sem eiga við vanda að stríða en sjaldnar í rannsóknum er ná til almenns þýðis barna. Þó er ljóst að við ýmsar aðstæður verða börn sem ekki hafa verið greind með sérstök vandamál stundum gripin ótta eða þau búa við tímabund- ið álag sem hamlar þroska þeirra og möguleikum til lífsfyllingar. í rannsókninni á áhyggjum og lausnum var spurt: Hvaða áhyggjur hafa íslensku tíu ára börnin og foreldrar þeirra? Eru tengsl milli áhyggna, færni og daglegra aðstæðna? Hvert er mat barna, kennara og foreldra á þáttum er snerta áhyggjur barnanna? Hvernig segjast börn leysa vandamál? Hvernig tengjast þessi atriði öðrum niðurstöðum? Börnin svöruðu spurningu um tíu áhyggjuefni, sjá töflu 1. Þau völdu milli svarkostanna „aldrei, sjaldan, oft og mjög oft". Á spurningalista foreldra var einnig spurt um áhyggjur, en áhyggjuefnin voru ekki samræmd. Það er ákveðinn veikleiki en ákvörðun um að spyrja börn um áhyggjur og lausnir var tekin eftir að for- eldralistinn var frágenginn. Tengsl áhyggna og færni og tíðni þeirra Athugað var hvort og að hvaða marki áhyggjur barnanna tengdust einstaklings- bundnum þáttum. Niðurstöður um börn sem sögðust hafa miklar áhyggjur og litlar voru bornar saman. í ljós kemur að tíðni áhyggna tengist nokkrum einstaklingsbundnum þátt- um öðrum fremur. Þannig mælast börn sem segjast hafa litlar áhyggjur, samanbor- ið við börn með miklar áhyggjur, marktækt hærri á félagsfærni, bæði þegar börnin leggja mat á hana sjálf (r =-0,19) og foreldrar þeirra ( r =-0,24), þau hafa sterkari sjálfsmynd (r =-0,35), betri orðskilning (r =-0,24) og hegðunarvandi þeirra er fátíðari að mati kennara (r =-0,25). Því meiri áhyggjur sem börnin segjast hafa því lægri er sjálfsmynd þeirra og orðskilningur slakari. Því meiri áhyggjur sem börnin segjast hafa því meiri hegðunarvandi er fyrir hendi að mati kennara. Hins vegar var ekki marktæk fylgni við aðra þætti sem kennarar mátu, s.s. skapgerð eða við nokkra þætti sem börnin svöruðu til um, þ.e. afstöðu barna til námsgreina og skóla, tengsl við félaga og stjórnrót. Spurningin um áhyggjur hljóðaði svo: „Hversu oft hefurðu áhyggjur af eftirfar- andi atriðum". Flest segjast börnin „stundum" eða „aldrei" hafa áhyggjur af þeim atriðum sem um var spurt. Þetta á við um 62-92% barnanna eftir áhyggjuefnum. Um það bil 10% barnanna segjast hafa talsverðar áhyggjur og af ýmsum atriðum. Af þessu sést aðflest börnin segjast stundum eða aldrei liafa áhyggjur. Þetta samrýmist áður- greindum niðurstöðum sem sýna að kennarar, foreldrar og börn í þessari athugun leggja yfirleitt fremur jákvætt mat á aðstæður barnanna. Hvað vekur mestar og minnstar áhyggjur? Ef eingöngu er litið til þeirra svara er gefa til kynna minnstar og mestar áhyggjur (svarið „stundum" sem hafði hæst meðaltal ekki tekið með) eru svörin eftirfarandi, sýnd í hlutfallstölum: 85
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.