Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 71

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 71
M. ALLYSON MACDONALD Þarf að bíða eftir framhaldsmenntun eða er hægt að gera eitthvað í kennaranámi sem stuðlar að því að kennaranemar tileinki sér nýjan skilning, ný vinnubrögð eða breytt viðhorf? Emily van Zee (1998) hafði umsjón með kennslufræðinámskeiðum í grunn- og framhaldsmenntun við háskóla í Maryland þegar hún tók við nýju starfi skömmu eftir að NSES (sjá bls. 62) kom út. Hún hefur skrifað grein um sex námskeið þar sem tilgangur var að gefa kennaranemum tækifæri til að kynnast rannsóknum í námi. Hún ákvað að nota vísana um fagþróun kennara (Standards for Professional development) sem ramma fyrir námskeiðin og vísana um kennslu (Science Teach- ing Standards) sem matsramma á námskeiðunum. Eitt námskeiðanna var á fram- haldsstigi. Nemendur komu saman einu sinni í viku, og voru kennaranemar tvo daga í viku í skóla. Hugsmíðahyggjan var lögð til grundvallar kennsluaðferðum sem gerðu kröfur um virkni og samvinnu nemenda, dagbókaskrif, íhugun og sjálfsmat í umhverfi sem átti að líkjast grunnskólaumhverfinu. Þó að van Zee sé aðallega að lýsa upp- byggingu og framkvæmd námskeiða skv. vísunum, leiddi mat í ljós að kennara- nemar urðu meðvitaðri um gildi rannsókna í kennarastarfi. Nokkrir hefðu þó frem- ur kosið aukið vægi fyrirlestra í námi en minni eigin virkni. Hewson og samstarfsmenn hans (1999a, 1999b) við Wisconsin-háskóla í Madi- son hafa nýlega birt niðurstöður úr stórum og fjölbreyttum rannsóknum sem senni- lega eiga eftir að marka tímamót.3 Rannsóknirnar eru byggðar á mati á námskeið- um í grunnnámi kennara, á málstofu um starfendarannsóknir (action research) sem tengdust vettvangsnámi og starfendarannsóknum með sex kennaranemum. Mark- mið kennaranámsins var að kennarar myndu tileinka sér hugmyndir um hugtaka- skipti (conceptual change) og kenna samkvæmt því. Ljóst var að kennsluaðferðir í fræðigreinum höfðu mikil áhrif á hvernig kennaranemar hugsuðu um náttúrufræði og hvernig þeir kenndu (Hewson o.fl. 1999a, 1999b). Þörf er á miklum breytingum í kennslu fræðigreina. Einnig var ljóst að áhrif samstarfskennara, námskrár og skóla- umhverfis voru mikil. Það kallar á meira samstarf milli skóla og háskóla til að tryggja samræmi og samþættingu í kennara- og símenntun. Til umhugsunar Hvaða ályktanir getum við dregið af þessum rannsóknum sem ég hef kynnt hér? í CASE-rannsókninni í Englandi var sýnt fram á að vel ígrunduð verkefni sem taka mið af nútíma kenningum um nám og reynslu sem við höfum af þeim geti leitt til aukinnar rökfærni og betri námsárangurs. Athyglisvert er að rannsakendur drógu ekki úr kröfum til nemenda þegar misræmi milli krafna og færni komu í ljós. Væri ekki gott að taka sömu afstöðu þegar illa gengur að kenna um eðli og hlutverk nátt- úruvísinda? Er það eingöngu kennurum að kenna að erfitt er að mæta þeim vænt- ingum sem koma fram í nýjum námskrám? Hafa ekki rannsóknar- og kennara- menntunarstofnanir hlutverki að gegna við rannsóknir og þróun skilvirkari leiða með kennurum í anda hugsmíðahyggju? 3 Heilt hefti í tímaritinu Scietice Educatiott var helgað þessum rannsóknum árið 1999, hefti 83,3. 69
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.