Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 61
M . ALLYSON MACDONALD
Woodworth 1990). Stundum höfðu nemendur tileinkað sér vísindaleg vinnubrögð
að einhverju marki.
Á áttunda áratugnum var farið að gera athuganir þar sem fylgst var með náms-
ferlinu sjálfu. Þær byggðu t.d. á því að fylgjast vel með kennslunni í kennslustof-
unni (Eggleston o.fl. 1976), að vinna með hugmyndir nemenda um hugtök í nátt-
úrufræði (Driver og Easley 1978) og að skoða misræmi milli námsefnis og færni
nemenda (Shayer og Adey 1981).
Á níunda áratugnum fóru rannsóknir á forhugmyndum nemenda um náttúru-
fræði að hasla sér völl á mörgum stöðum, t.d. í Englandi, í Bandaríkjunum, Frakk-
landi, Svíþjóð og Nýja Sjálandi (sjá t.d. Driver og Erickson 1983, Osborne og Frey-
berg 1985, Osborne og Wittrock 1985, Miller og Driver 1987, Novak 1988, Marti-
nand og Giordan 1989, Andersson 1990). Nokkrir fóru að velta fyrir sér hvaða
kennsluleiðir væru heppilegastar til að auðvelda nemendum að þróa hugmyndir
sínar. Fjallað var um nám byggt á hugtakavíxlun (conceptual change) þar sem nám
er það að skilja og samþykkja ný hugtök af því að þau eru skiljanleg, rökrétt og
skynsöm (Posner o.fl. 1982). Einnig var mikilvægt að gera greinarmun á námi sem
athöfn (learning-as-task) og námi sem árangri (learning-as-achievement) (Hewson
og Hewson 1988). Samtímis var samvinnunám (cooperative learning) rannsakað og
prófað í náttúrufræðikennslustofum (t.d. Johnson og Johnson 1987).
Óhætt er að segja að eini rauði þráðurinn í umræðunni um nám og kennslu í
fræði- og fagtímaritum á tíunda áratugnum hafi verið hugsmíðakenningar (construc-
tivist theories). Að hluta til hefur umfjöllunin um hugsmíði verið byggð á hug-
myndum Piaget og Vygotsky. Hér vil ég beina athyglinni að hugmyndum sem
Vygotsky hefur lagt fram (sjá rammagrein 1), enda eru hugsmíðakenningar Piaget
nokkuð vel þekktar á íslandi.
Hugmyndir Vygotsky hafa hlotið nafnið félagsleg hugsmíði (social constructiv-
ism) (Howe 1995, Hodson og Hodson 1998a). Vygotsky taldi að kennsla og uppeldi
ættu ávallt að vera á undan þróun einstaklinga. Líta bæri á einstaklinginn og
samskipti hans við náttúrulegt umhverfi sitt, þar á meðal kennara, sem grundvöll
þróunar. Án félagslegra samskipta er ekki hægt að stuðla að þróun. Kennarar
gegna lykilhlutverki samkvæmt hugmyndafræði Vygotskys. Þeir leiða nemendur á
hærri svið skilnings í samskiptum, samræðum og samvinnu þar sem stuðningur
kennara miðast við þroska nemendanna.
Margt hefur verið skrifað um hugsmíði en að mínu mati er ein aðgengilegasta
skilgreiningin sú sem rannsóknarhópur í eðlisfræðimenntun við háskóla í Massa-
chusetts hefur notað (UMPERG 1998). Hópurinn gerir greinarmun á hugsmíði sem
þekkingarfræði og hugsmíði sem kennslufræði (Tafla 1):
59