Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 7

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 7
FRÁ RITNEFND í nóvember á síðastliðnu ári kom út afmælisrit tileinkað Jónasi Pálssyni sjötugum og var það fyrsti árgangur tímarits Kennaraháskóla Islands Uppeldi og menntun. Akveðið var að afmælisritið hefði nokkra sérstöðu. Fjöldi fólks óskaði eftir að skrifa í það greinar til að heiðra afmælisbarnið og var efnisval því með öðrum hætti en gjarnan á við um greinar í tímaritum af þessu tagi. Með því hefti sem nú lítur dags- ins ljós má segja að framtíðarstefna sé mótuð um innihald og útlit tímaritsins. Tímaritinu er ætlað að vera vettvangur fræðilegrar og hagnýtrar umfjöllunar um efni tengt uppeldi og skólastarfi. Stefnt er að því að það höfði bæði til kennara og fræðimanna á sviði uppeldis- og menntamála. Þar verði að finna margvíslegan fróðleik og upplýsingar, og einnig efni sem er kennurum hvatning, hugvekja og uppspretta hugmynda í starfi. Tímaritið skiptist í þrjá meginhluta. I fyrsta hlutanum verða fræðigreinar og gilda um þær ákveðnar reglur. Gerðar eru kröfur um fagleg vinnubrögð og fram- setningu og að efni greinanna eigi erindi til kennara og annarra sem sinna uppeldis- og kennslustörfum. I öðrum hluta eru frásagnir af skólastarfi, m.a. nýbreytni- og þróunarstarfi af ýmsu tagi. Vonast er til að höfundar þeirra greina verði sem flestir úr hópi kennara á öllum skólastigum. I seinasta hluta verða ritdómar og umfjöllun um námsefni. Efni þessa árgangs er mjög fjölbreytt. Höfundar fræðigreina fjalla aðallega um eigin rannsóknir, m.a. á þroska barna og aðstæðum nemenda í framhaldsskólum. Nokkrar frásagnir eru af nýjungum í skólastarfi. Sem dæmi má nefna greinar um tölvusamskipti nemenda, bæði í grunnskólum og Kennaraháskólanum. Auðvelt reyndist að afla efnis í fræðilega hluta tímaritsins. Komust þar færri að en vildu. Hingað til hefur lítið verið birt hér á landi af fræðilegum greinum um uppeldis- og menntamál enda hefur ekki verið sérstakur vettvangur fyrir slíkt efni. Sá áhugi sem fræðimenn hafa sýnt á að fá birtar greinar í tímaritinu er því afar ánægjulegur. Fáar umsóknir bárust hins vegar um birtingu efnis í seinni hluta tíma- ritsins og var í sumum tilvikum leitað til kennara og þeir beðnir að skrifa. Miklu skiptir að í tímariti sem þessu sé varpað ljósi á uppeldi og menntun frá ólíkum sjónarhornum. Kennarar eru því eindregið hvattir til að skrifa greinar í tímaritið. Upplýsingar um það sem gerist í skólum verða fyrst og fremst að berast frá kennur- um sjálfum. Þeir búa yfir dýrmætri reynslu sem nauðsynlegt er að færa í orð til að draga megi af henni lærdóm. Kennarar mega ekki ætla fræðimönnum einum það hlutverk að afla upplýsinga um skólastarf og koma þeim á framfæri. Tímaritið mun mótast í samskiptum við lesendur sem eiga það sameiginlegt að hafa áhuga á uppeldi og menntun. Við biðjum fræðimenn, kennara og aðra, sem sinna uppeldisstörfum, um aðstoð við að koma á legg tímariti sem verði okkur öll- um lyftistöng og vettvangur símenntunar í starfi. F.h. ritnefndar, Ragnhildur Bjarnadóttir ritstjóri 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.