Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 16

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 16
FRÁ KRISTINSDÓMSLESTRI TIL MÓÐURMÁLS Danmörku að æskan skyldi í latínuskólum „fá þjálfun í að tala og rita það [móður- mál sitt] rétt og vel, lesa nokkra hinna bestu rithöfunda ..." (Steinfeld 1986:90). Lög- gjöfin leiddi til þess að þremur árum síðar birtist á prenti fyrsta lestrarbókin á dönsku, Store og gode Handlinger af Danske, Norske og Holstenere eftir Ove Malling.4 Hún speglar í einu og öllu uppeldisspeki upplýsingarinnar: hér eru boðaðar almannlegar (les: borgaralegar) dygðir og siðferði og sagt frá hetjum föðurlandsins í sönnum ættjarðaranda. Þegar þjóðernisstefna tók upp úr aldamótunum 1800 að leysa hina upplýstu ættjarðarást (patriotisme) af hólmi, fékk móðurmálskennslan fastari sess í dönskum skólum, bæði „borgaraskólum" og hinum nýju lærðu skólum. Helsti boðberi danskrar þjóðernisstefnu í uppeldismálum um þessar mundir, Laurits Engelstoft, kenndi að þjóðtungan ætti að vera „en Hovedgjenstand for den offentlige Under- visning, betragtet som Middel til at danne og befæste Almeenaand" (tilvitnun hjá Steinfeld 1986:107). I lærðu skólunum var nú tekin upp kennsla í mælskulist og fagurfræði sem byggðist á lestrarbók eða sýnisbók þjóðlegra bókmennta. Hin fyrsta sinnar tegundar, Dansk Læsebog og Exempelsamling til de forandrede lærde Skolers brug eftir Knud L. Rahbek, birtist i tveimur bindum árin 1799 og 1804. Markmiðið með samantektinni var í senn þjóðernislegt og fagurfræðilegt, þ.e. að tryggja fagurbók- menntum föðurlandsins sess við hliðina á hinum klassíska bókmenntaarfi. Um miðja 19. öld eignaðist svo bókmenntasaga hlutdeild í námskránni fyrir hina lærðu skóla (Steinfeld 1986:109,116-121,134).5 Upphaf móðurmálskennslu á Islandi þar sem þjóðlegar bókmenntir fengu fastan sess má rekja til Lærða skólans í Reykjavík.61 reglugerð frá 1850 sagði um al- mennan tilgang námsins að „piltar [skuli verða] vel kunnugir tungu sinni og bók- menntum hennar ..." (Saga Reykjavtkurskóla 1975:19). Kröfur í íslensku voru við það miðaðar að „piltum lærist að tala hana og rita hreint, rjett og lipurt; smásaman skal og kynna þeim bókmenntasögu Islendinga og helztu rit" (sama rit:20). Flestar kennslustundir á viku komu í hlut greinarinnar í neðri bekkjunum og var þar m.a notuð lestrarbók Halldórs Kr. Friðrikssonar sem kom út 1846 (sama rit:l 10—112).7 Bíða varð loka 19. aldar til þess að fram kæmi bókmenntasýnisbók, samin gagngert fyrir íslenska nemendur, þ.e. Sýnisbók fslenzkra bókmennta á 19. öld eftir Boga Th. Melsteð (1891). Misjafnlega langur tími leið eftir löndum þangað til landvinningar í bók- menntakennslu á efri skólastigum tóku að skila sér niður á skyldunámsstig. Hér voru Danir enn í fararbroddi; með fræðslulögunum 1814 sem innleiddu almenna 4 Á fyrstu starfsárum Lærða skólans í Reykjavík voru efni í íslenskan stíl handa nemendum í 1. bekk sótt í lestrarbók Mallings, sjá Sögu Rcykjavíkurskóla 1975:112. 5 Um þróun móðurmálskennslu í Englandi, sjá Gordon og Lawton 1978:80-90. 6 í Bessastaðaskóla mun það litla sem kennt var formlega í íslensku hafa einskorðast við íslenskan stíl, sjá Vilhjálm Þ. Gíslason (1947:164-165). 7 Lestrarbók Halldórs var samin fyrir „de nærbeslægtede nordiske folkeslag" og hafði að geyma, auk málfræðiinngangs og orðaskrár, „nogle af de mest klassiske steder af den ældre litteratur ...". (Halldór Kr. Friðriksson 1846). 14
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.