Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 29

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 29
SIGRÚN AÐALBJARNARDÓTTIR, KRISTJANA BLÖNDAL (Burns 1982). Þar sem úrtakið í rannsókninni er ekki bundið við börn sem eiga við sérstaka hegðunar- eða tilfinningalega erfiðleika að etja (Francis 1988) er ekki vænst sterkra tengsla á milli kvíða, neikvæðrar hegðunar og félagslegrar einangrunar annars vegar og námsárangurs hins vegar. AÐFERÐ Þátttakendur Þátttakendur voru 48 ellefu ára börn (24 stúlkur og 24 drengir) úr fjórum 6. bekkjum í jafnmörgum grunnskólum í Reykjavík. Úr hverjum bekk voru 12 börn valin með tilviljunaraðferð, 6 stúlkur og 6 drengir. Tveir grunnskólanna voru úr rótgrónum hverfum en hinir tveir úr nýjum hverfum. Leitað var til skólastjóra um val á 6. bekkjum. Framkvæmd og matsaðferð Samskiptahæfni Að hausti til voru tekin viðtöl við hvert barn til að meta þroskastig hugsunar þess á sviði samskiptahæfni. Þrír þjálfaðir aðstoðarmenn tóku viðtölin. Viðtölin fóru þannig fram að börnunum voru sagðar fjórar sögur sem fjölluðu um ágreining sem upp kom í skóla. Annars vegar var ágreiningur á milli nemanda og kennara og hins vegar á milli tveggja vina eða vinkvenna. Dæmi um sögu þar sem fram kemur ágreiningur á milli vinkvenna er sem hér segir: „Sigga og Dóra eru vinkonur. Dag einn í skólanum eru þær að undirbúa leikrit. Dóra vill bjóða nýrri stelpu í bekknum að vera með þeim í leikritinu en Sigga vill það ekki. Hún vill bara vera með vinkonu sinn í leikritinu." Til að auðvelda börnunum að setja sig í spor aðalsöguhetjunnar kom fram í kynningu viðtalsins að aðalsöguhetjan væri á sama aldri og af sama kyni og barnið. A eftir hverri sögu voru börnin spurð átta staðlaðra spurninga. Börnin voru beðin um að: (1) skilgreina vandamálið í samskiptaklípunni; (2) lýsa líðan þátt- takanda; (3) finna mögulegar leiðir fyrir aðalsöguhetju til að leysa vandann; (4) velja bestu lausn; (5) sjá fyrir hugsanlega hindrun sem kæmi í veg fyrir farsæla lausn vandans; (6) finna góða leið til að takast á við þann vanda; (7) meta áhrif bestu lausnar fyrir líðan þátttakanda og (8) útskýra hvernig aðalsöguhetja veit að vandi er leystur. Lögð var áhersla á að ekki væri um að ræða nein rétt eða röng svör heldur væri tilgangur viðtalsins sá að kynnast hugmyndum viðmælanda um hvernig best væri að leysa ágreining í samskiptum. Viðtölin voru hljóðrituð og skráð orðrétt. Til að meta samskiptahæfni barnanna var leiðarvísir tekinn saman (Sigrún Aðalbjarnardóttir o.fl. 1990). Svör barnanna við hverri spurningu voru metin á ákveðin þroskastig eftir því hversu hæf börnin voru að aðgreina og samræma ólík sjónarmið (Selman 1980). Þroskastigin eru eftirfarandi: stig 0 - hvatvísi; stig 1 - einhliða; stig 2 - tvíhliða; og stig 3 - gagnkvæmni. Hvatvís aðferð er til dæmis sú ef Sigga lemur Dóru fyrir að vilja hafa nýju stelpuna með. Einhliða aðferð væri að láta 27
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.