Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 30

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 30
NÁMSÁRANGUR 11 ÁRA BARNA undan með því að segja „allt í lagi" eða að byrsta sig og segja „ég vil ekki hafa hana með." Tvíhliða aðferð væri til dæmis að spyrja og leita skýringa, „af hverju viltu hafa hana með?" Gagnkvæm aðferð væri að leggja til að þær ræddu málin með hliðsjón af báðum sjónarmiðum og kæmu sér saman um lausn. I grein Sigrúnar Aðalbjarnardóttur (1991) er að finna nánari lýsingu á því hvernig samskiptahæfni barna er metin. Neikvæð hegðutt og félagsleg einangrun Spurningalisti um hegðun nemenda var lagður fyrir aðalkennara hvers barns. Til að kanna neikvæða hegðun og félagslega einangrun var stuðst við þrenns konar hegð- unarkvarða, þ.e. „Kohn Competence Scale" (Kohn 1977), „The Classroom Behavior Inventory" (Schaefer og Aaronson 1966) og „Behavior Problem Checklist" (Quay og Peterson 1979). Þessir þrír kvarðar höfðu verið þýddir fyrir þroskarannsókn Edel- steins (1980). Staðfestandi þáttagreining var notuð til að kanna hvort sömu þættir, þ.e. neikvæð hegðun og félagsleg einangrun, kæmu fram í þessari rannsókn og í rannsókn Edelsteins og Hoffmans (1989). Þáttagreiningin byggði á 96 einstakling- um (48 átta ára börnum og 48 ellefu ára börnum). Neikvæð hegðun: Samkvæmt þáttagreiningunni (principal-component factor analysis with varimax rotation) mynduðu 10 atriði þáttinn neikvæða hegðun. Atriðin voru þau sömu og fram komu hjá Edelstein og Hoffman (1989). Dæmi um þau eru eftirfarandi: Nemandinn truflar önnur börn í námi (vinnu). Nemandinn snýst gegn reglum og fyrirmælum kennarans. Nemandinn er ráðríkur gagnvart öðrum nemendum. Nemandinn er „slagsmálahundur." Möguleg svör voru fimm: (1) Aldrei/svo til aldrei, (2) sjaldan/dálítið, (3) stundum/nokkuð, (4) mjög/oft og (5) mjög oft/svo til alltaf. I úrvinnslu var kvarðanum snúið þannig að þeim mun lægri skor þeim mun neikvæðari hegðun sýndu börnin. Spurningalistinn var aftur lagður fyrir sömu kennara sjö mánuðum síðar. Stöðuleiki kvarðans reyndist vera mikill eða r=0,81, p<0,0001 (N=96). Félagsleg einangrun: Við þáttagreiningu mynduðu 7 atriði þáttinn félagslega ein- angrun og voru þau hin sömu og í rannsókn Edelsteins og Hoffmans (1989). Dæmi um atriði eru eftirfarandi: Nemandinn þorir ekki að leita til annarra nemenda í sam- bandi við nám eða dregur sig í hlé, þegar aðrir leita til hans. Nemandinn leitar eftir að vera með í hópi. Nemandanum þykir gaman að vera með öðrum. Möguleikar á svörum voru þeir sömu og við spurningum um neikvæða hegðun. Kvarðanum var snúið þannig að hærri skor þýddi minni einangrun. Eins og fyrr segir var listinn lagður fyrir í tvígang og var stöðuleiki þessara tveggja mælinga r-0,77, p<0,0001 (N=96). Kviði og sjálfsmynd af námsgetu Fyrir hvern nemanda var lagður spurningalisti þar sem spurt var um kvíða hans. Kvíðakvarði Sarasons o.fl. (1960) var notaður. I listanum voru auk þess nokkrar spurningar um afstöðu nemenda til eigin námsgetu, vinsælda, heppni o.fl. í rann- sókninni var ein þessara spurninga skoðuð sérstaklega, þ.e. spurning um þá mynd 28
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.