Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 36
NÁMSÁRANGUR 11 ÁRA BARNA
FYLGT ÚR HLAÐI
Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að kanna tengsl vitsmunahæfni, félags-
hæfni og persónuþátta við námsárangur 11 ára skólabarna. Áhersla var lögð á að
athuga þessi tengsl eftir kyni. Fyrst verður fjallað um kynjamun á ofangreindum
þroskaþáttum og námsárangri barnanna.
Það kom nokkuð á óvart að stúlkur og drengir reyndust sýna svipaðan námsár-
angur, þar sem stúlkur á þessum aldri sýna að jafnaði betri námsárangur en drengir
(Edelstein o.fl. 1990; McCandless o.fl. 1972). Þá sýndu stúlkur og drengir ekki mun
á rökhæfni (sjá yfirlit Maccoby og Jacklin 1974) né á þeirri mynd sem þau hafa af
námsgetu sinni eða því hvort þau voru félagslega einangruð. Hins vegar kom fram
munur á stúlkum og drengjum á nokkrum öðrum þáttum. Fyrst skal nefna að stúlk-
ur virtust sýna þroskaðri samskiptahæfni, þ.e. þroskaðri hugsun um lausn á ágrein-
ingi í samskiptum, en drengir. Niðurstöðum rannsókna á kynjamun á samskipta-
hæfni hefur þó ekki borið saman. Hann virðist sjaldan koma fram, en þegar hann er
fyrir hendi er hann ávallt stúlkum í vil (Schultz og Selman 1989; Selman o.fl. 1986;
Sigrún Aðalbjarnardóttir 1988). Slíkar niðurstöður gefa vísbendingu um að veik
tengsl séu á milli samskiptahæfni og kyns og verður því að túlka þá tilhneigingu til
kynjamunar sem fannst í þessari rannsókn af nokkurri varkárni.
Fram kom að stúlkur voru kvíðnari en drengir og er sú niðurstaða í samræmi
við lyktir annarra rannsókna (Beitchman o.fl. 1989; La Greca o.fl. 1988). Vanga-
veltur hafa verið um hvort stúlkur séu í raun kvíðnari vegna þess að þær innhverfi
fremur erfiðleika sína (Gelfand o.fl. 1988) eða hvort þær séu fúsari en drengir til að
tjá kvíða sinn (Beitchman o.fl. 1989).
Þá var algengara að drengir sýndu neikvæða hegðun í skólastarfi en stúlkur. Sú
niðurstaða er í samræmi við samantekt á rannsóknum á kynjamun en þar kemur
fram að drengir þykja árásargjarnari en stúlkur (Maccoby og Jacklin 1974). Enn
fremur hafa rannsóknir á hegðun barna í skólastarfi sýnt að drengir óhlýðnast frek-
ar kennurum sínum en stúlkur (Licht og Dweck 1985).
Námsárangur - Tengsl við sjálfsmynd, hegðun og kvíða
Mynd stúlkna og drengja af eigin námsgetu og neikvæð hegðun tengdist náms-
árangri þeirra á mismunandi hátt. Eftirtektarvert var að drengir sem höfðu jákvæða
sjálfsmynd sýndu betri námsárangur en aðrir drengir en ekki komu fram slík tengsl
hjá stúlkum. Niðurstöðum rannsókna hefur ekki borið saman um mun hjá stúlkum
og drengjum á tengslum milli myndar þeirra af námsgetu sinni og námsárangurs.
Þeim ber þó saman um að þessi tengsl séu stöðugri hjá drengjum en stúlkum (sjá
umfjöllun í Burns 1982; Felker 1974). Ein þeirra skýringa sem fram hafa komið á
þessum kynjamun er sú að vegna félagsmótunar tengi drengir góðan námsárangur
hæfni sinni en stúlkur líti fremur á velgengni í námi sem heppni (Nicholls 1975).
Kennarar virðast hrósa drengjum fyrir hæfni þeirra en stúlkum fremur fyrir þætti
sem ekki tengjast beint námshæfni, s.s. framkomu og snyrtimennsku (Dweck og
Reppucci 1973). Af þessum sökum gætu tengsl á milli hæfni og námárangurs verið
stúlkum óljósari en drengjum. I þessu samhengi skal þess og getið að nokkuð ljóst
34