Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Síða 36

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Síða 36
NÁMSÁRANGUR 11 ÁRA BARNA FYLGT ÚR HLAÐI Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að kanna tengsl vitsmunahæfni, félags- hæfni og persónuþátta við námsárangur 11 ára skólabarna. Áhersla var lögð á að athuga þessi tengsl eftir kyni. Fyrst verður fjallað um kynjamun á ofangreindum þroskaþáttum og námsárangri barnanna. Það kom nokkuð á óvart að stúlkur og drengir reyndust sýna svipaðan námsár- angur, þar sem stúlkur á þessum aldri sýna að jafnaði betri námsárangur en drengir (Edelstein o.fl. 1990; McCandless o.fl. 1972). Þá sýndu stúlkur og drengir ekki mun á rökhæfni (sjá yfirlit Maccoby og Jacklin 1974) né á þeirri mynd sem þau hafa af námsgetu sinni eða því hvort þau voru félagslega einangruð. Hins vegar kom fram munur á stúlkum og drengjum á nokkrum öðrum þáttum. Fyrst skal nefna að stúlk- ur virtust sýna þroskaðri samskiptahæfni, þ.e. þroskaðri hugsun um lausn á ágrein- ingi í samskiptum, en drengir. Niðurstöðum rannsókna á kynjamun á samskipta- hæfni hefur þó ekki borið saman. Hann virðist sjaldan koma fram, en þegar hann er fyrir hendi er hann ávallt stúlkum í vil (Schultz og Selman 1989; Selman o.fl. 1986; Sigrún Aðalbjarnardóttir 1988). Slíkar niðurstöður gefa vísbendingu um að veik tengsl séu á milli samskiptahæfni og kyns og verður því að túlka þá tilhneigingu til kynjamunar sem fannst í þessari rannsókn af nokkurri varkárni. Fram kom að stúlkur voru kvíðnari en drengir og er sú niðurstaða í samræmi við lyktir annarra rannsókna (Beitchman o.fl. 1989; La Greca o.fl. 1988). Vanga- veltur hafa verið um hvort stúlkur séu í raun kvíðnari vegna þess að þær innhverfi fremur erfiðleika sína (Gelfand o.fl. 1988) eða hvort þær séu fúsari en drengir til að tjá kvíða sinn (Beitchman o.fl. 1989). Þá var algengara að drengir sýndu neikvæða hegðun í skólastarfi en stúlkur. Sú niðurstaða er í samræmi við samantekt á rannsóknum á kynjamun en þar kemur fram að drengir þykja árásargjarnari en stúlkur (Maccoby og Jacklin 1974). Enn fremur hafa rannsóknir á hegðun barna í skólastarfi sýnt að drengir óhlýðnast frek- ar kennurum sínum en stúlkur (Licht og Dweck 1985). Námsárangur - Tengsl við sjálfsmynd, hegðun og kvíða Mynd stúlkna og drengja af eigin námsgetu og neikvæð hegðun tengdist náms- árangri þeirra á mismunandi hátt. Eftirtektarvert var að drengir sem höfðu jákvæða sjálfsmynd sýndu betri námsárangur en aðrir drengir en ekki komu fram slík tengsl hjá stúlkum. Niðurstöðum rannsókna hefur ekki borið saman um mun hjá stúlkum og drengjum á tengslum milli myndar þeirra af námsgetu sinni og námsárangurs. Þeim ber þó saman um að þessi tengsl séu stöðugri hjá drengjum en stúlkum (sjá umfjöllun í Burns 1982; Felker 1974). Ein þeirra skýringa sem fram hafa komið á þessum kynjamun er sú að vegna félagsmótunar tengi drengir góðan námsárangur hæfni sinni en stúlkur líti fremur á velgengni í námi sem heppni (Nicholls 1975). Kennarar virðast hrósa drengjum fyrir hæfni þeirra en stúlkum fremur fyrir þætti sem ekki tengjast beint námshæfni, s.s. framkomu og snyrtimennsku (Dweck og Reppucci 1973). Af þessum sökum gætu tengsl á milli hæfni og námárangurs verið stúlkum óljósari en drengjum. I þessu samhengi skal þess og getið að nokkuð ljóst 34
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.