Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Qupperneq 44

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Qupperneq 44
SKILNINGUR BARNA Á ÞJÓÐFÉLAGSSKIPAN um atvinnu, peninga og áhrif þeirra á lífsgæði en slíkt tengist ekki beinlínis daglegu lífi barna á leikvellinum eða í skólanum. Þau vita að foreldrar þeirra þurfa að vinna, en hvernig vinnan tengist lífsgæðum er þeim oft óljóst. Það er þessi fjarlægð frá daglegu lífi barna sem greinir skilning á þjóðfélagsskipan frá félagsskilningi og gerir efnið áhugavert til rannsókna. Erlendar rannsóknir á skilningi barna á þjóðfélagsskipan hafa beinst að því hvernig börn flokka sig og aðra í þjóðfélagshópa og þjóðfélagsstéttir (Jahoda 1959; Tudor 1971; Lauer 1974; Mookherjee og Hogan 1981), hugmyndum barna um pen- inga og notkun þeirra (Jahoda 1979; Berti og Bombi 1988; Furth 1980; Ajello o.fl. 1987), hugmyndum barna um vinnulaun, auð, ríkidæmi og misskiptingu eigna (Danzinger 1958; Baldus og Tribe 1978; Furby 1979; Leahy 1981; Friðrik H. Jónsson 1985), atvinnu, vinnulaun og tengsl atvinnustétta (Tan og Stacey 1981; Siegal 1981; Friðrik H. Jónsson 1985; Emler o.fl. 1990) og hugmyndum barna um atvinnu og verkaskiptingu (Berti o.fl. 1986). Allar ofantaldar rannsóknir sýna að skipta má barnæskunni í tímaskeið og að hvert tímaskeið einkennist af sérstökum þjóðfélagsskilningi. Skýrastur verður munur á tímaskeiðum þegar borin eru saman svör fimm til sjö ára barna annars vegar og barna eldri en tíu ára hins vegar. Sem dæmi má taka hugmyndir barna um peninga. Börn á aldrinum fimm til sjö ára gera sér ekki grein fyrir verðgildi peninga. Þau telja að aðalatriðið sé að eiga peninga í miklu magni. I þeirra augum er sá ríkur sem á tíu krónupeninga, og enn ríkari ef hann á hundrað tíeyringa. Þau sjá heldur ekki samhengi milli fjármuna sem greiddir eru fyrir vöru í verslun og þess hvað varan kostar, heldur telja það einhvers konar helgileik þegar peningar eru afhentir í skiptum fyrir vörur. A aldrinum sjö til átta ára fara börn að gera sér grein fyrir sambandinu milli vöruverðs og þeirra peninga sem greiddir eru fyrir vöruna, en þau skilja ekki enn að kaupmaðurinn hefur hagnað af versluninni með því að selja vöruna dýrari en hann keypti hana. Sá skilningur kemur ekki fyrr en upp úr tíu ára aldri, en þá fara börn að skilja það sem gerist í verslun líkt og fullorðið fólk (Jahoda 1979; Berti og Bombi 1988; Ajello o.fl. 1987). Þó svo að rannsóknir sýni að tengsl séu á milli aldurs og svara hjá börnum er umdeilt hvers vegna tíu ára börn gefa betri svör en sjö ára börn. Sumir vilja skýra þessar breytingar með tilvísun í kenningu J. Piagets um vitsmunaþroska, en sam- kvæmt henni breytast svör barna vegna þess að hæfni þeirra til rökhugsunar hefur aukist (sjá Flavell 1963). I þessari rannsókn er talað við börn á aldrinum sex til ellefu ára og samkvæmt kenningu Piagets má búast við umskiptum í svörum barna um sjö ára aldurinn og hugsanlegt að merkja megi breytingar hjá einstaka ellefu ára barni. A sjöunda aldursári hættir sjálflægni að einkenna hugsun barna og þau verða fær um að setja sig í spor annarra. Samhliða því nær barnið valdi á rökrænum að- gerðum eins og andhverfun (reversibility) og neitun (negation). Upp úr ellefu ára aldri er hugsun barna ekki lengur bundin við sjáanlega hluti heldur eru þau fær um að beita rökrænum aðgerðum á hugmyndir og hluti sem ekki eru til staðar (Piaget 1972,1974). 42 J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.