Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Qupperneq 44
SKILNINGUR BARNA Á ÞJÓÐFÉLAGSSKIPAN
um atvinnu, peninga og áhrif þeirra á lífsgæði en slíkt tengist ekki beinlínis daglegu
lífi barna á leikvellinum eða í skólanum. Þau vita að foreldrar þeirra þurfa að vinna,
en hvernig vinnan tengist lífsgæðum er þeim oft óljóst. Það er þessi fjarlægð frá
daglegu lífi barna sem greinir skilning á þjóðfélagsskipan frá félagsskilningi og
gerir efnið áhugavert til rannsókna.
Erlendar rannsóknir á skilningi barna á þjóðfélagsskipan hafa beinst að því
hvernig börn flokka sig og aðra í þjóðfélagshópa og þjóðfélagsstéttir (Jahoda 1959;
Tudor 1971; Lauer 1974; Mookherjee og Hogan 1981), hugmyndum barna um pen-
inga og notkun þeirra (Jahoda 1979; Berti og Bombi 1988; Furth 1980; Ajello o.fl.
1987), hugmyndum barna um vinnulaun, auð, ríkidæmi og misskiptingu eigna
(Danzinger 1958; Baldus og Tribe 1978; Furby 1979; Leahy 1981; Friðrik H. Jónsson
1985), atvinnu, vinnulaun og tengsl atvinnustétta (Tan og Stacey 1981; Siegal 1981;
Friðrik H. Jónsson 1985; Emler o.fl. 1990) og hugmyndum barna um atvinnu og
verkaskiptingu (Berti o.fl. 1986).
Allar ofantaldar rannsóknir sýna að skipta má barnæskunni í tímaskeið og að
hvert tímaskeið einkennist af sérstökum þjóðfélagsskilningi. Skýrastur verður
munur á tímaskeiðum þegar borin eru saman svör fimm til sjö ára barna annars
vegar og barna eldri en tíu ára hins vegar. Sem dæmi má taka hugmyndir barna um
peninga. Börn á aldrinum fimm til sjö ára gera sér ekki grein fyrir verðgildi peninga.
Þau telja að aðalatriðið sé að eiga peninga í miklu magni. I þeirra augum er sá ríkur
sem á tíu krónupeninga, og enn ríkari ef hann á hundrað tíeyringa. Þau sjá heldur
ekki samhengi milli fjármuna sem greiddir eru fyrir vöru í verslun og þess hvað
varan kostar, heldur telja það einhvers konar helgileik þegar peningar eru afhentir
í skiptum fyrir vörur. A aldrinum sjö til átta ára fara börn að gera sér grein fyrir
sambandinu milli vöruverðs og þeirra peninga sem greiddir eru fyrir vöruna, en
þau skilja ekki enn að kaupmaðurinn hefur hagnað af versluninni með því að selja
vöruna dýrari en hann keypti hana. Sá skilningur kemur ekki fyrr en upp úr tíu ára
aldri, en þá fara börn að skilja það sem gerist í verslun líkt og fullorðið fólk (Jahoda
1979; Berti og Bombi 1988; Ajello o.fl. 1987).
Þó svo að rannsóknir sýni að tengsl séu á milli aldurs og svara hjá börnum er
umdeilt hvers vegna tíu ára börn gefa betri svör en sjö ára börn. Sumir vilja skýra
þessar breytingar með tilvísun í kenningu J. Piagets um vitsmunaþroska, en sam-
kvæmt henni breytast svör barna vegna þess að hæfni þeirra til rökhugsunar hefur
aukist (sjá Flavell 1963). I þessari rannsókn er talað við börn á aldrinum sex til ellefu
ára og samkvæmt kenningu Piagets má búast við umskiptum í svörum barna um
sjö ára aldurinn og hugsanlegt að merkja megi breytingar hjá einstaka ellefu ára
barni. A sjöunda aldursári hættir sjálflægni að einkenna hugsun barna og þau verða
fær um að setja sig í spor annarra. Samhliða því nær barnið valdi á rökrænum að-
gerðum eins og andhverfun (reversibility) og neitun (negation). Upp úr ellefu ára
aldri er hugsun barna ekki lengur bundin við sjáanlega hluti heldur eru þau fær um
að beita rökrænum aðgerðum á hugmyndir og hluti sem ekki eru til staðar (Piaget
1972,1974).
42
J