Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Síða 45

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Síða 45
FRIÐRIK H. JÓNSSON, ANNA HULD ÓSKARSDÓTTIR, HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR Restir sem rannsakað hafa skilning barna á þjóðfélagsskipan nýta kenningu Piagets til að gera grein fyrir niðurstöðum. Þannig finna Berti og Bombi (1981) sex þroskastig í rannsókn sinni á skilningi barna á peningum. Þó eru aðeins tvö þroska- stiganna rökræn í anda Piagets, hin fjögur eru reynslubundin. Jahoda (1979) telur að hugmyndir barna um tengsl vöruverðs og peningagreiðslna endurspegli að vísu hæfni' barnanna til rökhugsunar, en þó sé ekki hægt að fella þau að stigakerfi Piagets. Loks má nefna Furth (1980) sem telur að hugmyndir barna um þjóðfélags- skipan falli fullkomlega að þroskastigum Piagets. Samt notar hann fjögur þroska- stig til að gera grein fyrir hugsun barna á aldrinum fimm til ellefu ára, en Piaget talar aðeins um tvö þroskastig fyrir sama aldurshóp. I engri ofantalinna rannsókna eru notuð samskonar eða sambærileg verkefni og Piaget lagði fyrir börn, en þrátt fyrir það er kenning hans notuð til að útskýra niðurstöður. I þessari rannsókn telst kenning Piagets aðeins geta skýrt niðurstöður ef fjöldi þroskastiga er hinn sami og ef hægt er að lesa úr svörum barnanna þær rökrænu aðgerðir sem Piaget telur að einkenni hugsun barna á hverju þroskastigi (sjá Friðrik H. Jónsson 1990 um rök fyrir þessari beitingu). Ekki eru allir þeirrar skoðunar að kenning Piagets dugi til að útskýra breytingar á skilningi barna á þjóðfélagsskipan en telja að réttara sé að skýra breytingarnar með vísun í aukna þekkingu barnanna eða meiri hæfni í að nota flókin hugtök (Strauss 1952; Sutton 1962). Má þar t.d. nefna hugtök eins og ríkur og fátækur, til að gera grein fyrir efnahag fólks, og stéttahugtök. Hefðbundnar kenningar um hug- takamyndun byggjast á hugmyndum um sértekningu (abstraction), „hugtök eru mynduð með því að sjá sambærilega eða sameiginlega eiginleika í hópi hluta" (Bolton 1977:9). Bolton bendir á að megingalli þessa líkans sé sá að ekki er sjálfgefið hvaða eiginleikar eru sérteknir. I hverjum hlut búa margir eiginleikar sem nýta má við hugtakamyndun og því hlýtur val á eiginleikum til sértekningar að byggjast á sjónarhorni þess sem velur. Aukin færni í hugtakanotkun dugar því ekki ein sér sem meginskýring á breyttum þjóðfélagsskilningi barna heldur verður einnig að gera ráð fyrir breytingum á sértekningu. Þegar sjö ára barn þarf að útskýra hugtakið ríkur þá takmarkast sértekning þess við magn peninga en fullorðnir vita að einnig má hafa klæðnað, bíla og húsnæði til marks um auðlegð. Einfaldast er að gera ráð fyrir að vitneskja um hvaða eiginleikar skuli sérteknir berist til barna með tungumálinu. Börn læra málið af fullorðnum. Hluti af því námi er læra að nota sömu hugtök og fullorðnir og að tala um fyrirbæri á svipaðan máta. Hugtakið framsetning (social representation) vísar til „sameiginlegra hugmynda, sem ætlað er að auka skilning á heiminum og auðvelda samskipti" (Hewstone o.fl. 1988:456). Slíkar sameiginlegar hugmyndir gegna tveimur meginhlutverkum í lífi hvers manns: Annars vegar að hjálpa honum að ráða við og skilja umhverfi sitt og hins vegar að auðvelda samskipti við aðra (Moscovici 1981). Samkvæmt því eru breytingar á svörum barna þá til marks um að framsetning þeirra á þjóðfélags- skipan hafi breyst. Þau eru að færast frá framsetningu sem ríkir í hugarheimi barns- ins yfir í hugarheim fullorðinna. 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.