Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 59

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 59
GERÐUR G. ÓSKARSDÓTTIR einstaklingar sem eru um 39% alls árgangsins. I nemendaskránni eru ekki upplýs- ingar um próflok og könnunin var lögð fyrir áður en ítarlegri gögn höfðu borist frá öllum framhaldsskólum. Því var ekki hægt að skilgreina hvaða hluti nemenda var í hópi brottfallsnemenda fyrr en eftir að könnunin hafði farið fram. Urtak 800 einstaklinga var valið með tilviljunaraðferð úr hópi þeirra nemenda sem 'samkvæmt gögnun Hagstofunnar höfðu verið í framhaldsskóla í tvö ár eða skemur, 12 af þeim fundust ekki í þjóðskrá og voru því 788 í hinu endanlega úrtaki, 416 karlar og 372 konur. Samdar voru 38 spurningar sem skiptust efnislega í þrjá hluta. Fyrst var spurt um húsnæðis- og fjölskylduaðstæður, síðan atvinnu og loks skólagöngu. Könnunin var lögð fyrir með símaviðtölum í september 1991. Alls náð- ist í 566 manns, 295 karla og 271 konu, eða 72% úrtaksins. Ekki hafðist upp á 19% úrtaksins, 6% voru erlendis, 1,4% voru alvarlega veikir eða fatlaðir og 2% neituðu að svara. Könnunarhópnum var skipt í fernt. I fyrsta hópi eru þeir sem stunduðu ekkert nám eftir grunnskóla (þar með taldir þeir sem ekki luku grunnskóla). I öðrum hópi eru þeir sem hættu framhaldsnámi eftir tvö ár eða fyrr. I þeim þriðja eru þeir sem enn eru í námi eða hafa byrjað aftur eftir hlé. ífjórða hópieru þeir sem luku námi (Jón Torfi Jónasson og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir 1992). Framkvæmd Dreifing einkunna á samræmdum prófum við lok grunnskóla var greind með ein- hliða og marghliða dreifigreiningu (one factor og multiple factor analysis of variance- ANOVA). Þessar aðferðir greina breytileika út frá mismun á meðaltölum, þ.e. segja til um hvort munur á meðaltölum sé marktækur. Kannað var hvort munur væri á meðaleinkunnum á samræmdum grunnskóla- prófum rnargra hópa (einhliða dreifigreining). Skoðuð voru einhliða tengsl (main effects) með því að bera saman einkunnir nemenda þegar þeir voru flokkaðir eftir námsferli (4 hópar), búsetu (2 hópar) og menntun föður (3 hópar). Einnig voru könnuð öll hugsanleg samverkandi tengsl (einnig nefnd víxlverkun; interactions) námsferils að loknum grunnskóla, menntunar föður og búsetu við niðurstöður samræmdra prófa. Einnig voru könnuð einhliða og öll möguleg samverkandi tengsl frumbreytn- anna þriggja, námsferils, menntunar föður og búsetu (allra eða tveggja í einu) við viðhorf til skólans (marghliða dreifigreining). NIÐURSTÖÐUR Tæplega 87% alls úrtaksins lauk 9. bekk grunnskóla (nú 10. bekkur), þar af höfðu 10% lokið honum ári á eftir jafnöldrum sínum og 3% ári á undan (það skal tekið fram að á þessum tíma var síðasti bekkur grunnskólans ekki skylda). Af þessum 566 manna hópi sem náðist til í símakönnuninni höfðu 457 eða 80,7% tekið samræmd próf (Jón Torfi Jónasson og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir 1992). Þær niðurstöður sem hér eru birtar um tengsl þriggja breytna, þ.e. námsferils, búsetu og menntunar föður, við einkunnir byggja því á þeim hópi. Niðurstöður um tengsl áðurnefndra 57
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.