Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Síða 64

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Síða 64
H Æ T T í SKÓLA sjálfsögðu brottfallsnemendur. Nemendur sem ljúka grunnskóla en fara ekki í framhaldsskóla geta ekki talist brottfallsnemendur þar sem framhaldsskólanám er ekki skylda hér á landi. Hópur tvö hætti í framhaldsskóla án þess að ljúka námi og er því brottfallshópur. Segja má að sá hluti af hópi þrjú sem hætti í skóla og byrjaði aftur síðar, teljist til brottfallsnemenda. Ekki er vitað hve stór hluti þessa hóps hefur lokið eða mun ljúka framhaldsnámi. Fjórði hópurinn var sagður hafa lokið ein- hverju námi en það skal tekið fram að í raun getur verið um að ræða hluta af námi þar sem t.d. nemendur sem luku aðeins grunndeildum (á málm-, tré- eða rafiðna- sviði) eru taldir með. Grunndeild er aðeins fyrsta ár iðnnáms og veitir engin starfs- réttindi. Mjög fáar námsbrautir veita starfsréttindi eða eru undirbúningur undir ákveðið starf eftir svo stuttan tíma. Þó má nefna nám vélstjóra og stýrimanna til 1. stigs og tækniteiknun. En einnig er álitamál hvort telja eigi þessa nemendur með þeim sem lokið hafa námi þar sem nemendur í stýrimanna- og vélstjóranámi taka yfirleitt fleiri stig. Athyglisvert er að meirihluti þess hóps sem hér um ræðir, eða 64%, bjó utan höfuðborgarsvæðisins (42% allra landsmanna býr þar) og 36% á höfuðborgarsvæð- inu (58% allra landsmanna býr þar). Þetta sýnir að nemendur búsettir úti á landi hætta fremur eftir tveggja ára framhaldsnám eða skemmri veru í skóla en nem- endur búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Skipting þeirra sem útskrifuðust var aftur á móti allt önnur (62% af stúdentsprófsnemendum fæddum 1969 var af höfuðborgar- svæðinu og 38% af landsbyggðinni; 47% þeirra sem lokið höfðu iðnnámi var af höfuðborgarsvæðinu og 53% af landsbyggðinni). Þetta tvennt bendir til þess að þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu reyni lengur við framhaldsnám. Þeir sem voru enn í námi og bjuggu á höfuðborgarsvæðinu voru 31% úrtaksins en þeir sem voru enn í námi og bjuggu á landsbyggðinni voru 16% úrtaksins. Hlutfallslega fleiri lands- byggðarmenn en höfuðborgarbúar í úrtakinu höfðu ekki farið í skóla eftir grunn- skóla (36% úrtaks á móti 20%) (Jón Torfi Jónasson og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir 1992). Túlkun á niðurstöðum Niðurstöður þessarar könnunar styðja rannsóknartilgátur um marktækan mun á meðaltalseinkunnum nemenda þegar þeir eru flokkaðir eftir námsferli, menntun föður og búsetu (einhliða tengsl). Nemendur sem ekki hófu nám í framhaldsskóla að loknu námi í grunnskóla hafa greinilega sérstöðu í þeim hópi nemenda sem hér var til skoðunar. Einkunnir þeirra eru marktækt lægri en einkunnir þeirra sem hefja nám í framhaldsskóla þótt þeir hætti þar eftir tvö ár eða fyrr. Því má segja að tengsl séu á milli einkunna á samræmdum prófum við lok grunnskóla og þess hvort menn hefja nám í fram- haldsskóla. Nemendur í þessum hópi, þ.e. með einkunn undir 4,0, hafa ekki áhuga á frekari skólagöngu og/eða gera sér grein fyrir að þeir hafa lítið í framhaldsskóla að sækja. Námstilboð fyrir þennan hóp eru lítil í skólakerfinu. Líklega eru fornáms- deildirnar í Réttarholtsskóla í Reykjavík og Menntaskólanum í Kópavogi einu stað- irnir sem miða námstilboð sitt og ráðgjöf alfarið við þennan hóp. Um er að ræða 62
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.