Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 75
ÞORLÁKUR KARLSSON, GUÐRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, ÞÓRÓLFUR ÞÓRLINDSSON
um var u.þ.b. 880, um 480 nemendur í Flensborgarskólanum og 400 nemendur í
Menntaskólanum í Kópavogi. Alls tóku því 668 nemendur þátt í rannsókninni, eða
um 75% nemenda þessara skóla. Stúlkur voru 356 og piltar 308; fjórir nemendur
greindu ekki frá kyni. Algerrar nafnleyndar var gætt. Nemendur skrifuðu ekki nöfn
sín á spurningalistana, númer né aðrar upplýsingar sem rekja mætti til tiltekinna
einstaklinga. Aður hafa birst niðurstöður úr sömu rannsókn um vetrarvinnu nem-
enda (Guðríður Sigurðardóttir og Þorlákur Karlsson, 1991).
Breytur: I rannsókninni voru nemendur spurðir um bakgrunn þeirra, svo sem
kyn og aldur. Þá var spurt um ýmislegt tengt skólagöngu nemenda, þar á meðal hve
mikið þeir skrópuðu úr kennslustundum, námsárangur, hve vel nemendur sinntu
náminu, heimanám og námsleiða.
Nemendur voru spurðir tveggja spurninga um námsárangur sinn: hvernig
námið hafi gengið og hve góðar einkunnir þeir hefðu fengið. Litið er á svör við
þessum tveimur spurningum sem mælikvarða á námsárangur. Fylgni milli þessa
mælikvarða og einkuima 50 nemenda í forprófun í Flensborgarskólanum reyndist
+0,60 (Pearsons r), sem bendir til þess að mælikvarðinn á námsárangur sé rétt-
mætur.
Spurt var um hve oft í viku nemendur borðuðu morgunmat, hve oft í mánuði
nemendur neyttu áfengis svo þeir yrðu fullir, um reykingar þeirra og hve oft þeir
færu á böll og krár.
Að lokum voru notaðir nokkrir kvarðar til að meta andlega líðan nemenda, sem
hver um sig byggist á svörum við mörgum spurningum. Með kvörðunum var metin
bjartsýni (Offer, 1969), depurð og kvíði (Derogatis, 1977), sjálfsálit (Rosenberg,
1965) og streita (Cohen, Kamarck og Mermelstein, 1983). Bjartsýniskvarðinn var
þýddur af einum höfunda og forprófaður á 70-80 manns. Islensk útgáfa hinna
kvarðanna hefur verið notuð meðal annars af Rúirari Vilhjálmssyni í rannsóknum
hans (1993).
Niðurstöður um skróp nemenda úr kennslustundum og hvernig það tengist
ofangreindum þáttum verða raktar hér. Markmið með rannsókninni er ekki að bera
saman framhaldsskóla þá sem rannsóknin náði til og því verður það ekki gert í
þessari grein.
NIÐURSTÖÐUR
Verzlunarskóli íslands
Fjarvistir nemenda virðast aukast hjá eldri nemendum. Nemendur í 3. bekk (fyrsta
árið) fengu að jafnaði hæstu einkunn fyrir skólasókn, nemendur 4. og 5. bekkjar
lægri einkunn og nemendur 6. bekkjar þá lægstu. Þannig fengu 7,8% nemenda 3.
bekkjar einkunnina 5,0 eða lægra fyrir skólasókn, 16,4% nemenda 4. bekkjar fengu
sömu einkunn, 18,6% 5. bekkjar og 31,5% 6. bekkjar fengu einkunnina 5,0 eða lægra.
Nemendur í öllu úrtakinu skrópuðu að meðaltali í 4,9 kennslustundum á önn-
inni, komu of seint að meðaltali 1,9 sinnum, tilkynntu ýmsar fjarvistir að meðaltali
73