Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Blaðsíða 75

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Blaðsíða 75
ÞORLÁKUR KARLSSON, GUÐRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, ÞÓRÓLFUR ÞÓRLINDSSON um var u.þ.b. 880, um 480 nemendur í Flensborgarskólanum og 400 nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi. Alls tóku því 668 nemendur þátt í rannsókninni, eða um 75% nemenda þessara skóla. Stúlkur voru 356 og piltar 308; fjórir nemendur greindu ekki frá kyni. Algerrar nafnleyndar var gætt. Nemendur skrifuðu ekki nöfn sín á spurningalistana, númer né aðrar upplýsingar sem rekja mætti til tiltekinna einstaklinga. Aður hafa birst niðurstöður úr sömu rannsókn um vetrarvinnu nem- enda (Guðríður Sigurðardóttir og Þorlákur Karlsson, 1991). Breytur: I rannsókninni voru nemendur spurðir um bakgrunn þeirra, svo sem kyn og aldur. Þá var spurt um ýmislegt tengt skólagöngu nemenda, þar á meðal hve mikið þeir skrópuðu úr kennslustundum, námsárangur, hve vel nemendur sinntu náminu, heimanám og námsleiða. Nemendur voru spurðir tveggja spurninga um námsárangur sinn: hvernig námið hafi gengið og hve góðar einkunnir þeir hefðu fengið. Litið er á svör við þessum tveimur spurningum sem mælikvarða á námsárangur. Fylgni milli þessa mælikvarða og einkuima 50 nemenda í forprófun í Flensborgarskólanum reyndist +0,60 (Pearsons r), sem bendir til þess að mælikvarðinn á námsárangur sé rétt- mætur. Spurt var um hve oft í viku nemendur borðuðu morgunmat, hve oft í mánuði nemendur neyttu áfengis svo þeir yrðu fullir, um reykingar þeirra og hve oft þeir færu á böll og krár. Að lokum voru notaðir nokkrir kvarðar til að meta andlega líðan nemenda, sem hver um sig byggist á svörum við mörgum spurningum. Með kvörðunum var metin bjartsýni (Offer, 1969), depurð og kvíði (Derogatis, 1977), sjálfsálit (Rosenberg, 1965) og streita (Cohen, Kamarck og Mermelstein, 1983). Bjartsýniskvarðinn var þýddur af einum höfunda og forprófaður á 70-80 manns. Islensk útgáfa hinna kvarðanna hefur verið notuð meðal annars af Rúirari Vilhjálmssyni í rannsóknum hans (1993). Niðurstöður um skróp nemenda úr kennslustundum og hvernig það tengist ofangreindum þáttum verða raktar hér. Markmið með rannsókninni er ekki að bera saman framhaldsskóla þá sem rannsóknin náði til og því verður það ekki gert í þessari grein. NIÐURSTÖÐUR Verzlunarskóli íslands Fjarvistir nemenda virðast aukast hjá eldri nemendum. Nemendur í 3. bekk (fyrsta árið) fengu að jafnaði hæstu einkunn fyrir skólasókn, nemendur 4. og 5. bekkjar lægri einkunn og nemendur 6. bekkjar þá lægstu. Þannig fengu 7,8% nemenda 3. bekkjar einkunnina 5,0 eða lægra fyrir skólasókn, 16,4% nemenda 4. bekkjar fengu sömu einkunn, 18,6% 5. bekkjar og 31,5% 6. bekkjar fengu einkunnina 5,0 eða lægra. Nemendur í öllu úrtakinu skrópuðu að meðaltali í 4,9 kennslustundum á önn- inni, komu of seint að meðaltali 1,9 sinnum, tilkynntu ýmsar fjarvistir að meðaltali 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.