Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 92
KARL EÐA KONA - SKIPTIR Þ A Ð MÁLI _________________________________________
NOKKRAR NIÐURSTÖÐUR
Skólastjórar
Viðtöl við skólastjóra staðfestu að karlmenn sæktu frekar í að kenna á unglingastigi
og töldu þeir líkur á að konur veigruðu sér við að kenna þar. Astæðurnar sem þeir
nefndu voru:
Aldagarnlar venjur og hefðir sem tengt hafa konur uppeldishlutverkinu en það
skipar óneitanlega mun stærri sess áyngri stigum ■ Sú útbreidda skoðun að erfiðara
sé að kenna á unglingastigi ■ Konur eru hugsanlega bundnari af bekkjarkennslu en
karlar ogfinnst pví þægilegra að vera á yngri stigum ■ Konur sækja að likindum
eftir þeirri samvinnu milli kennara sem gjarnan fylgir kennslu á yngri stigum.
Astæður fyrir því að karlmenn sæktu í að kenna á unglingastigi töldu skólastjór-
arnir einkum vera þessar:
Að þar væru mun meiri líkur á yfirvinnu en á yngri stigunum ■ Að karlmenn
hræðist að kenna yngri börnum en treysti sér betur en konur í unglingastigs-
kennslu ■ Að umhyggjuhlutverkið höfði ekki til þeirra, m.a. vegna þess að í því
þurfa þeir að gefa rneira af sér ■ Að karlmenn séu bundnari af námsgreinum -Að
karlar vilji forðast þá samvinnu sem fylgir þvíað kenna á yngri stigum.
Spurningunni um það, hvaða eiginleika kennari á unglingastigi þyrfti að hafa til að
bera, svöruðu skólastjórarnir á misjafnan veg. Töldu fjórir þeirra að hann þyrfti að
vera vel að sér ígrein sinni, tveir að hann þyrfti að vera ákveðinn og aðrir tveir að hann
þyrfti að halda uppi góðum aga. Tveir nefndu að kennarinn þyrfti að skilja unglinga og
hafa á valdi sínu ákveðna tækni ísamskiptum. Fáeinir skólastjórar nefndu atriði eins
og að sýna þyrfti umburðarlyndi gagnvart hegðun sem fullorðnir teldu óæskilega, að
nauðsynlegt væri að vintia skipulega, vera áhugasamur um kennsluna og hafa sjálfs-
traust. Að lokum var nefnt að mikilvægt væri að kennara tækist að halda ákveðinni
fjarlægð milli sín og nemenda því þannig tækist honum að halda virðingu þeirra.
I meginatriðum var niðurstaðan sú að skólastjórarnir voru sammála um að
karlar sæktust frekar eftir því að kenna á unglingastigi en konur. Enn fremur töldu
þeir að konur veigruðu sér við að kenna unglingum og að karlar vildu síður kenna
yngri börnum.
Nemendur
Hvernig vilja nemendur að kennari á unglingastigi sé og hvernig ætti hann ekki að
vera? Og í framhaldi af þessu: Telja nemendur annað kynið hafa betra lag á ungling-
um en hitt?
Hvernig kennara vilja nemendur? í ljós kom að flestar stelpur, eða 71%, töldu
glaðlyndi einn af þremur mikilvægustu þáttunum í fari kennarans. Alls 54% sögðu
að kennari ætti að vera skilningsríkur og 41% nefndi ákveðni.
Þegar stelpurnar áttu að setja einn þessara þriggja þátta efst á blað nefndu 29%
þeirra að kennarinn ætti að vera skilningsríkur. Alls 29% stelpnanna svöruðu þess-
um hluta spurningarinnar ekki á fullnægjandi hátt.
Flestir strákar eða 69% völdu sveigjanleika sem einn af þremur mikilvægustu
90