Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 118

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 118
SAMSTARF ALMENNRA KENNARA OG TÓNMENNTAKENNARA Er þetta mögulegt? Geta almennir kennarar uppfyllt þá kröfu sem er hér gerð til þeirra? Samkvæmt nýlegri könnun (Faulkner 1992) virðast almennir kennarar víða um land treysta sér mun betur til að kenna allar aðrar kennslugreinar en tónmennt I nefndaráliti samstarfsnefndar tónlistarfræðslunnar (1990) er að finna skýringu á þessari afstöðu: Um langt skeið hefur tónmennt ekki verið nægilega ríkur páttur á menntunarferli almennra kennara, allt frá námsárum þeirra á grunnskólastigi, síðan á framhalds- skólastigi og síðast en ekki síst íalmennu kennaranámi. Eflaust hefur Kennaraháskóli Islands brugðist skyldu sinni og í ljósi þess er ekki óeðlilegt að almennir kennarar telji sig ekki færa um að sinna tónmenntafræðslu og að það sé ekki á þeirra verksviði. Nauðsynlegt er að almennir kennarar geri sér grein fyrir hvað má og hvað á að gera í tónmenntafræðslu. Ef til vill eru kennarar hræddir við fræðileg hugtök og nótnalestur þar sem óeðlileg áhersla hefur verið lögð á þá þætti, eins og þeir væru skilyrði fyrir tónlistariðkun sem er augljóslega ekki rétt (sbr. tónlist víða um heim). Kennurum hefur hvorki verið gerð grein fyrir þeim óteljandi möguleikum í tónlist sem krefjast lítillar fræðilegrar þekkingar né þeim tengslum sem eru á milli tón- menntar og annars náms sem nemendur eru daglega að fást við. Sem dæmi má nefna tengsl við móðurmál: Hljóðgreining, raddbeiting, atkvæði, taktur og hryn, áherslur, styrkur og blær, merking orða/tónlistar. Ur stærðfræðinni má nefna flokkun, stærð, fjölda, röðun og lengd. Nánast öll viðfangsefni samfélagsfræðinnar má tengja tónlist að miklu leyti og ekki má gleyma þroska gróf- og fínhreyfinga. ÞRÓUNARVERKEFNI í HAFRALÆKJARSKÓLA Um langt skeið hefur verið lögð mikil áhersla á gildi tónlistar í daglegu starfi Hafra- lækjarskóla. Þar var stofnuð tónlistardeild í tengslum við grunnskóla árið 1978 og hafa þessi tengsl ekki aðeins verið á skipulags- og rekstrarsviði heldur líka faglega, sérstaklega milli tónlistardeildar og tónmenntakennslu grunnskólans. Sameigin- legt markmið hefur verið að gera alla nemendur virka og skapandi í tónlistariðkun. Það má í því sambandi nefna að helstu kenningar sem mótað hafa fagleg sjónarmið eru kenningar Carls Orffs, Murrays Schafers, Johns Paynters og Keiths Swanwicks. Tengsl milli tónmenntakennara og annarra kennara skólans hafa oft verið til- viljunarkennd, en þó sívaxandi. Mörg skemmtileg „þemu" hafa verið unnin á síðastliðnum árum, en án þess að stefna markvisst að uppeldislegum árangri. A skólaárinu 1990-1991 sóttum við um styrk í Þróunarsjóð grunnskóla til að gera tilraun til nánari og markvissari samvinnu milli kennara 1.-4. bekkjar og tón- menntakennara. Markmiðin voru: - að gera tónmennt að „eðlilegri" pætti íheildarskólastarfinu og ekki eins faglegt hugtak thugum fólks. 116
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.