Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 124

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 124
FJARKENNSLA UM TOLVUNET aðstæður á sviði samskiptatækni og miðlunar sem áður eru nefndar gefa einnig kost á nýjum möguleikum á kennslu í heimabyggð nemenda. Síðustu misseri hefur umræðan um kennaraskort magnast, enda ljóst að á tím- um stórfelldrar byggðaröskunar er vel rekinn almenningsskóli með traustu starfs- liði mikilvægur hornsteinn byggðarlags sem vill halda velli. Umræðuna brýtur oft á kennaramenntuninni, t.d. er bent á að hún búi kennaraefni ekki nægilega undir störf í dreifbýli eða staðhæft að ekki séu útskrifaðir nógu margir kennarar. Þetta eru þarfar ábendingar, en þó varla nema hálfkveðnar vísur. Seinna atriðið má t.a.m. orða svo að ekki séu nú útskrifaðir nægilega margir kennarar - miðað við þær að- stæður að stór hluti kennara hrökklast frá störfum vegna lélegra starfsaðstæðna og lágra launa. Benda má á að í landinu eru meira en nógu margir fagmenntaðir kenn- arar til að fylla þær 2750 kennarastöður sem eru í grunnskólanum. Þessar stöður hafa undanfarin ár skipað um 3400 manns, þar af um 2700 réttindakennarar og tæplega 700 réttindalausir (þ.e. um 20%). Þessir réttindalausu kennarar dreifast ójafnt um landið sem kunnugt er (Guðmundur B. Kristmundsson 1991; Sigurjón Mýrdal 1993. Sjá einnig Skýrslur um störf undanþágunefndargrunnskóla fyrir árin 1987-1991). Veturinn 1992-1993 voru þeir flestir að höfðatölu á Norður- landi eystra (um 100 manns; um 30%), en hlutfallslega flestir á Vestfjörðum (um 50%) og Norðurlandi vestra (um 40%). Okkur vantar 600-700 kennara til að fylla allar stöður grunnskólans. Þá má fá með því að bæta kjör og hækka kennaralaunin eða með því að „framleiða" fleiri kennara, nema hvort tveggja sé. Vorið 1989 setti KHI á laggirnar starfshóp til að huga að skipulagi dreifðrar og sveigjanlegrar kennaramenntunar til B.Ed.-prófs (Berit Johnsen o.fl. 1989). Hug- myndin var að byggja á þeirri reynslu, sem safnast hefur af fjarkennslu í Kennara- háskólanum, til að koma til móts við fólk á landsbyggðinni sem áhuga hefði á kenn- aranámi, en ekki tök á að stunda reglulegt nám í Reykjavík. Við undirbúning hinnar nýju námsbrautar var haft náið samráð við kennarasamtök og fræðslustjóra. Námið var kynnt ítarlega víðsvegar um landið vorið 1992. Alls bárust 194 umsóknir. Lang- flestir umsækjendur uppfylltu inntökuskilyrðin, sem eru þau sömu og gilt hafa á öðrum námsbrautum í KHI, þ.e. stúdentspróf eða önnur sambærileg menntun við lok framhaldsskólastigs eða náms- og starfsreynsla sem að mati skólaráðs KHÍ tryggir jafngildan undirbúning. Ekki var gerð sérstök krafa um að nemar fjarskól- ans stundi kennslustörf með náminu eða hafi stundað slík störf. Upphaflega var gert ráð fyrir 25-30 nemum á þessa braut, en vegna mikils þrýstings, ekki síst frá skólamönnum á landsbyggðinni, voru fjárveitingar hækk- aðar við umfjöllun fjárlaga á Alþingi. Að lokum voru 83 umsækjenda valdir. í janúar 1993 hófu 65 nemar nám með námskeiði og héldu svo áfram í fjarnámi. Eftir að viðbótarfjárveiting fékkst við lokaafgreiðslu fjárlaga voru 18 nemar teknir inn og hófu þeir nám í apríl 1993. Námsbraut fjarskólans byggir á námskrá fyrir almennt kennaranám við KHÍ (Sigurjón Mýrdal 1992). Kennd eru sömu námskeið og í staðbundna náminu en þeim snúið í fjarkennsluform. Þó er ljóst að ekki verður unnt að bjóða allar þær 15 valgreinar sem venjulega eru kenndar. Námskröfur eru þær sömu og gilda í stað- 122
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.