Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Síða 129

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Síða 129
L Á R A STEFÁNSDÓTTIR, SIGURJÓN MÝRDAL námið og kennslustarfið. Þeir geta einnig tengst erlendum póstlistum kennara og annars fagfólks þar sem tekin eru fyrir ýmis viðfangsefni oft tengd ákveðnum kennslugreinum. Menntamálaráðuneytið, Kennaraháskólinn og fleiri stofnanir dreifa efni á menntanetinu. Fræðsluskrifstofa Norðurlands eystra hefur t.d. lagt inn skrá um myndbandasafn stofnunarinnar, upplýsingar um sérstök viðfangsefni, þróunar- verkefni og fleira. Fleiri stofnanir munu væntanlega nýta netið á næstunni sem upp- lýsingamiðil. Starfandi kennarar í skólum landsins hafa tekið þátt í nokkrum samskiptaverk- efnum með nemendum sínum. Nemendur fjarskóla KHI geta fylgst með þessari nýbreytni í skólastarfi frá fyrstu hendi. Meðal þessara verkefna má nefna vorverk- efni þar sem fylgst var með komu farfugla og annað fuglatalningaverkefni þar sem nemendur reyndu að finna eins margar fuglategundir og þeir gátu. Einnig má nefna landafræðiverkefni um Island, þar sem nemendur sögðu frá markverðum þáttum í byggðarlagi sínu, og sameiginlega útgáfu skólablaðs barna á Norðurlandi. Nem- endur á Islandi hafa í síauknum mæli tekið þátt í alþjóðlegum tölvusamskiptum við börn frá fjölmörgum löndum. FRAMTÍÐARSÝN Ljóst er af þessum fyrstu tilraunum til að nýta Islenska menntanetið að samskipti um tölvunet eiga framtíð fyrir sér. Þau auðvelda ekki einungis framkvæmd fjar- kennslu, heldur bæta við ýmsum nýjum möguleikum til náms og kennslu. Við erum að stíga okkar fyrstu skref inn á svið tölvusamskipta í kennslu og námi. Reyndar má segja að við Islendingar, í krafti smæðar okkar, séum brautryðj- endur á þeim vettvangi. Hvergi í heiminum hefur enn tekist að tengja saman jafn stóran hluta opinbera menntakerfisins, þannig að nýta megi netið á heildstæðum námsbrautum á öllum skólastigum. Víða um lönd hafa menn þreifað fyrir sér um notagildi þessarar tækni á afmörkuðum geirum menntakerfisins og þá langoftast á stuttum námskeiðum. Þær tilraunir sem verið er að gera hérlendis, t.d. í Kennaraháskólanum, Fram- haldsskóla Austurlands og Fjölbrautaskólanum við Armúla, með tölvusamskipti á heildstæðum námsbrautum, eru einsdæmi og geta haft forsagnargildi fyrir þá stefnu sem þessi þróun tekur víða um heim. Að vísu má segja að fyrsta skrefið hafi varla verið stigið enn. Við erum um það bil að leggja upp í langferð, sem enginn veit hvert leiðir okkur. Framundan sjáum við marga spennandi áfangastaði, en flestum þeirra munum við varla ná fyrr en á nýrri öld. Fyrsta sporið gefur þegar fyrirheit um nýjar menntunarlegar og menning- arlegar víddir. Það sem við vitum nú þegar er að tölvunetið getur verið öflugt tæki til náms og þroska. Það hefur vakið furðu margra og aðdáun hve fljótir nemar í fjarskóla KHÍ hafa verið að tileinka sér þessa nýju tækni, þrátt fyrir margvísleg byrjunarvandamál og tæknilega örðugleika. Þeir voru teljandi á fingrum annarrar handar sem notað 127
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.