Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 151
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
land merkt meðal ríkra landa. Bls. 130, kort af Evrópu 1991, ísland merkt EFTA og
NATO. Ekkert virðist athugavert við neitt af þessu.
íslenska efnið er þannig viðunandi að mestu, sumt þó varla nógu nákvæmt.
Erlenda efnið þori ég síður að leggja dóm á, en líklega er umfjöllun traustari um þau
lönd sem meira koma við sögu en ísland, enda hægara um vik með heimildir.
• Þó má benda á örfá vafasöm atriði á Evrópukortum. A kort 169, urn hernaðar-
bandalög í Evrópu, vantar aðild Spánar að NATO (frá 1982), og Malta (sjálfstæð
1964) er merkt Bretlandi. (Auk þess er Iran merkt sem „hlutlaust" og þó aðili að
vestræna bandalaginu CENTO; hvort tveggja gæti staðist en ekki á sama tíma.) A
korti 154, um stjórnskipan Evrópulanda 1938, er Ungverjaland ranglega merkt sem
lýðræðisríki og upplýsingar vantar um að Irland sé lýðveldi.
Einnig ber við að upplýsingar, sem í sjálfu sér eru réttar, séu skýrðar á ófull-
nægjandi hátt. Á korti 63 eru t.d. sýndar „mikilvægustu verslunarleiðir víkinga",
m.a. eftir endilangri Dóná og landleiðina austur frá Prag; þetta voru víst verslunar-
leiðir á víkingaöld, en varla fjölfarnar af víkingum. Kort 65 á að sýna ríki Ottós
mikla 936-973, en sum svæðamörk og svæðaheiti eiga ekki við fyrr en eftir hans
dag, jafnvel löngu síðar (mörk Austurríkis og Bæheims). Orvar í vissum lit eiga skv.
skýringu að tákna „herferð Ottós mikla 955", en raunar sýna þær allar helstu her-
ferðir Ottós.
Söguskýringar í lesmáli sé ég ekki betur en séu yfirleitt traustar. Eg hiraut þó
um klausu í tímatalsyfirliti við árið 1492: „Flestir lærðir menn viðurkenna nú að
jörðin sé hnöttótt en ekki flöt." Sem er í sjálfu sér rétt, en gengur út frá þeim þrálátu
fordómum að lærðir menn á miðöldum hafi yfirleitt talið jörðina flata.
Framsetning efnis á kortum er að jafnaði aðgengileg og skýr, nema hvað letur er
víða smátt. Fyrir kemur líka að litir, sem tákna mismunandi hluti, eru óheppilega
líkir, en annars er litaval þægilegt fyrir augað. Staðsetning nafna er á nokkrum
stöðum ónákvæm, e.t.v. vegna flýtis við íslensku útgáfuna. (Verra er á korti 157, þar
sem nafnið „Belgrad" hefur átt að hylja „Beograd" norsku útgáfunnar en lent þess í
stað á hvolfi austur í Ukraínu, og á korti 103 koma fyrir eyður í nöfnum.)
Kort eru þess eðlis að rúma hæglega mikið af stökum staðreyndum en minna af
skýringum og samhengi. Lesmálið hjálpar heilmikið til við skilning á kortunum. Þó
er það líka sett fram sem stakar upplýsingar að miklu leyti, t.d. þegar atburðarás er
höggvin niður í annálsform. Stundum virðist þráðurinn tapast á milli. Tökum dæmi
af krossferðunum (bls. 48-49). Sagt er frá fyrstu krossferð þar sem kristnir menn
unnu Jerúsalem. I sama kafla er árangur þriðju krossferðar (1189-1192) sagður
„aðeins þriggja ára leyfi til handa kristnum pílagrímum sem máttu koma að gröf-
inni helgu í smáum, óvopnuðum hópum". Þetta er torskilið þeim sem ekki veit að
kristnir menn voru búnir að tapa Jerúsalem og efndu einmitt til þriðju krossferðar
til að endurheimta hana. En textinn er ekki til þess að lesa hann einan sér eins og
venjulega bók. Á korti 67 er Jerúsalem merkt kristnum mönnum 1099-1187 og sýnd
149