Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Qupperneq 156
KYNFRÆÐSLA
veitingu; samstarfsnefnd heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis og menntamála-
ráðuneytis um heilbrigðisfræðslu (stofnuð 1988) með frumkvæði, ráðgjöf og
fyrirgreiðslu; starfsfólk landlæknis og grunnskóladeildar menntamálaráðuneytis-
ins með ritstjórn, umsjón með tilraunakennslu og kynningu; Námsgagnastofnun
sem kostaði þýðingu og útgáfu og sá um kynningu; Kennaraháskólinn og Háskóli
Islands með ráðgjöf og endurmenntun; og samtök hjúkrunarfræðinga og kennara
með því að tilnefna fulltrúa til samstarfs (Þorvaldur Orn Arnason 1990).
LÍFSGILDI OG ÁKVARÐANIR
Hið nýja námsefni er frá Bandaríkjunum komið og nefnist þar Human Sexuality.
Values and choices. Það kom fyrst út 1986. Ritstjóri íslensku útgáfunnar var ráðin
Sóley Bender hjúkrunarfræðingur M.S., en Bogi Arnar Finnbogason annaðist ís-
lenska þýðingu verksins.
Námsefnið samanstendur af kennarabók með ýtarlegum leiðbeiningum, for-
eldrabók og 120 mín. myndbandi með stuttum þáttum, viðtölum, leiknum atriðum og
skýringarþáttum. Samning námsefnisins er samstarfsverkefni fjögurra höfunda og
fleiri starfsmanna tveggja stofnana er að því stóðu, Search lnstitute og Health Start í
Minneapolis í Minnesota. Þessar stofnanir hafa báðar mikla reynslu af námsefnis-
gerð og kynfræðslu.
Námsefnið er ætlað 13-14 ára unglingum. Markmið kynfræðslu, að dómi að-
standenda námsefnisins, er að styðja ungt fólk til að taka skynsamlegar ákvarðanir
urri eigið líf með því að veita þeim hispurslausar upplýsingar og innsýn í gildismat
okkar. Sá skilningur er lagður til grundvallar að kynfræðsla sé samstarfsverkefni
skóla, foreldra og unglinganna sjálfra. Ætlast er til þátttöku foreldra í foreldrafund-
um og sameiginlegum heimaverkefnum sem eiga að auðvelda samræður nemenda
og foreldra þeirra.
Námsefnið fullnægir m.a. vel þeirri kröfu, sem oft er sett fram hér á landi, að í
kynfræðslu skuli fjalla um siðfræðileg viðhorf og tilfinningar, sjálfsímynd og gildi,
ekki síður en félags- og líffræðilega þætti. Sjö meginhugtök, svonefnd lífsgildi, eru
notuð sem kjölfesta í efninu og að því stefnt að nemendur tileinki sér þau. Þetta eru
hugtökin jafnrétti, heiðarleiki, orðheldni, virðing, ábyrgð, sjálfstjórn ogfélagslegt réttlæti.
Umræður eru eitt megineinkenni kennslunnar, fyrst umræður í litlum hópum
þar sem farið er eftir ákveðnum reglum og síðan í bekknum í heild. Nemendur
takast á við verkefni sem eru ýmist unnin af einstaklingum eða litlum hópum.
Niðurstöðum nemenda er haldið til haga á veggspjöldum en því fylgja margir
kostir, s.s. að auðvelt er að vitna til þeirra þegar þörf krefur, betri yfirsýn skapast og
námsumhverfið auðveldar kennsluna og vinnu nemendanna.
TILRAUNAKENNSLA
Tilraunakennsla á Lífsgildum og ákvörðunum fór fram á vegum menntamálaráðu-
neytisins í sjö skólum vorið 1990 og tóku þátt í henni átta kennarar og fjórir
154