Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 12

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 12
298 Dauðinn f mjólk. IÐUNN ur hrykkju upp af . . . Kanínur má vissulega drepa )með því nær öllu, ef því er spýtt inn í þær í nægi- lega stórum skömtum. Þá rakst ungfrú Evans á Bangssýkilinn, sem leyfði sér að hafast við, svo að lítið bar á, í kúnum á einu hinna fullkomnustu kúabúa. Hún gekk fyrir Eichhorn, forstöðumann sjúkdómadeildar rannsóknarstofunnar, til þess að fá fregnir af þessum áleitna gerli. Það var alkunnugt, að Bangssýkillinn var gersamlega hættulaus mönnum, en hins vegar lá hann á því illkvitnislega lúalagi, hvarvetna um víða veröld, að koma því til vegar, að kýr létu kálfunum fyrir tímann. Nú var íhann á langri, dularfullri og óstöðvandi hringferð um Ameríku, leitaði uppi öll kúabú — hinn mesti vá- gestur fyrir mjólkuriðnað Ameríkumanna. Hann bar enga virðingu fyrir tiginbornum kúm. Hinar mestu hispurskýr, sem bjuggu við hverskonar tærilæti, voru engan veginn óhultar fyrir honum og létu kálfunum unnvörpum. Ekkert efirlit kom hér að nokkru gagni. »Hafið þér nokkurn tima borið Maltasóttarkokkinn saman við Bangssýkilinn?« sagði Eichhorn við Alice Evans. »Hann gat þess ekki, hvers vegna hann lagði fyrir mig þessa spurningu«, sagði hún löngu síðar. Og ef Eichhorn hefði talið málið nokkurs vert, hefði hann vissulega fyrir löngu síðan sjálfur tekið það til rann- sóknar. Ef nokkurn hefði órað fyrir því, að þessi isamanburður hefði hina minstu þýðingu, er ekki hætt við öðru en að hann hefði verið gerður af hinum alfrægustu gerlaleitarmönnum. Sjálfan hinn heims- fræga, danska dýralækni, Bernhardt Bang, hafði aldrei dreymt um, að hér gæti verið um nokkurn skyldleika að ræða. Og gamli Davið Bruce hefði sennilega spert

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.