Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 52

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 52
338 Með strandmenn til Reykjavikur. IÐUNI'í undir hádegi, en þyknar þá upp með stillu og þriggja til fjögra stiga frosti. Risu Öræfingarnir með birtu og bjuggust til ferðar. Kúðafljót átti að heita undir ís, en var sjómikið og ísinn að mestu samanfrosið hröngl, er losnað hafði í leysingunni og hemað aftur saman daginn áður og um nóttina. Svall vatnið upp á bakk- ana og flæddi alt í kring um Sanda-bæinn, belgdi upp ísbreiðuna og hafði hlaðið ísnum sums staðar í hrannir, en víðs vegar úti á fljótinu voru göt og vak- ir, full af samanþjöppuðum íshroða. Var vöxturinn i fljótinu svo mikill, að vatnið tók í bóghnútu uppi á vestri bakkanum, og um túnið á Söndum féllu álar, sem náðu upp undir miðjar síður, en nokkru grynnra á börðum og rimum milli álanna. Öræfingarnir fengu þá Eggert og Hjörleif til þess að reyna fyrir sig ísinn, því að þeir voru Kúðafljóti þrautkunnugir. Leituðu þeir fyrir hér og þar um fljót- ið, en töldu isinn hvergi tryggan. Munu þeir þó hafa talið mestar líkur til, að klöngrast mætti yfir um austur af bænum. Varð það úr, að þar var lagt af stað með hestana út á fljótið. Var þá nálægt hádegi. Hestarnir voru teymdir, tveir og þrír í einu, og látnir ganga hver á eftir öðrum. Fór Eggert fyrst yfir með þrjá hesta. Næst á eftir honum fór Klemens með aðra þrjá. Gekk þetta alt slysalaust, þar til eftir eru seytj- án hestar á vesturbakkanum. Þá leggur Björn Pálsson út á fljótið með þrjá hesta í lest. Var þar lítils háttar brestur í ísinn upp» við bakkann. En nú tekst svo slysalega til, að aftasti hesturinn hratar með framfæturna niður um brestinn, svo að skörin nemur við brjóstin. Rykti hesturinn sér skáhalt upp á skörina, en við þau átök brestur ísinn undan honum, og sekkur hann þar á bólakaf. Kippir

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.