Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 84

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 84
370 Kommúnismi og kristindómur. IÐUNN heyja baráttu, ekki af almennum mannúðarhvötum, heldur fyrir herfangið; ekki vegna trúarinnar á fagr- an og vegsamlegan tilgang lífsins, heldur að eins fyrir valdabaráttu einnar stéttar. Segja má, að það sé vorkunn, þó að þeir, sem þykjast hafa setið yfir skörðum hlut, hefji slíka baráttu. En hvað um það, þá er sú barátta þó að eins um auð og völd, og ég sé enga menningarlega framför í sjálfu stéttastríðinu og trúi ekki á menningarlega afleiðing þess heldur, nema æðri hugjón sé lögð til grundvallar en eintóm matar- pólitík. Því að það getur ekki verið neitt meginmarkmið lífsins að hafa í sig og á. Hversu dauðans vesælt getur þetta líf orðið, þótt vér höfum það — ef vér höfum ekkert annað til að lifa fyrir! Þetta er það, sem mér finst ábótavant við komm- únistana. Ekki að þeir séu of miklir hugsjónamenn eða umbótamenn í mannfélagsmálum — heldur þykir mér þeir vera of litlir hugsjónamenn, of þröngsýnir til þess að riki þeirra geti staðist. í blindu ofstæki finna þeir sér skylt að stangast við alt og alla, í stað þess, eins og Lunacharsky ræður til, að draga inn í sig önnur trúarbrögð, gera þau að samverkamönnum sínum, leggja krafta sína við þeirra krafta og bæta kristin- dóminn upp að athafnafjöri, þar sem hann er aftur rikari að trúarlegri innsýn og siðfágun. Hvílikur styrk- ur hógværri og víðsýnni jafnaðarstefnu gæti orðið að samvizkusamlegri innrætingu bróðurlegra trúar- hugsjóna kristindómsins, liggur í augum uppi. Og ég sé enga ástæðu fyrir þessar tvær stefnur til að skattyrðast og fjandskapast sín á milli. Þess vegna hefi ég andmælt hinum ofstækislegu og einsýnu nið- skrifum Skúla G. í garð kirkjunnar. Hann kemst nú

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.