Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Síða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Síða 23
8. LOKAORÐ I lok þessa stutta ágrips af sögu Lögfræðingafélags íslands er við hæfi að draga saman megindrætti þessarar sögu. Það eru einkum þrjú atriði sem ein- kenna hana. I fyrsta lagi hefur félagið þróast frá því að vera bæði í senn hagsmunafélag lögfræðinga, einkum þeirra félagsmanna sem störfuðu hjá ríkinu, og almennt fagfélag lögfræðinga í landinu. Um og eftir miðjan sjöunda áratuginn verður hagsmunabarátta áberandi þáttur í starfinu og er svo áfram fram yfir miðjan áttunda áratuginn. Með stofnun Stéttarfélags lögfræðinga í ríkisþjónustu, sem þá tók við samningsumboði ríkisstarfsmannadeildar félagsins, hætta afskipti fé- lagsins af beinum hagsmuna- og kjaramálum einstakra félagsmanna. Eftir það má segja má segja að félagið verði nánast eingöngu fræðafélag lögfræðinga á Islandi og umræðu- og fræðafundir og málþingshald verða meginuppistaðan í starfsemi félagsins, auk útgáfu Tímarits lögfræðinga. í öðru lagi hefur umfang starfseminnar aukist jafnt og þétt frá því félagið var stofnað í takt við fjölgun félagsmanna. Eru reglulegir árlegir fræðafundir á veg- um félagsins nú orðnir því sem næst helmingi fleiri en þeir voru á upphafsárum félagsins, auk þess sem haldið er árlega sérstakt málþing þar sem saman koma margir fyrirlesarar til að ræða tiltekið málefni. Er óhætt að segja að félagið gegni mikilvægu hlutverki að þessu leyti. í þriðja lagi má nefna það að segja má að nú á árinu 1998 séu sóknarfæri lögfræðingafélagsins meiri og betri en lengstum áður. Byggist þetta ekki síst á því að með fjölgun félagsmanna og úrsögn úr BHM hefur fjárhagur félagsins farið batnandi, auk þess sem útgáfa Tímarits lögfræðinga stendur í miklum blóma. Með þessu skapast að sjálfsögðu skilyrði til þess að efla starfsemi fé- lagsins enn frekar íslenskri lögfræðingastétt til hagsbóta og menningarauka. Viðauki. Stjórnir Lögfræðingaféiags íslands frá upphafi:18 Stjóm 1958-1964 Ármann Snævarr, formaður Ólafur Jóhannesson, varaformaður Árni Tryggvason Einar Amalds Einar Bjamason Guðmundur Ingvi Sigurðsson Theodór B. Líndal Stjórn 1964-1965 Ármann Snævarr, formaður, Benedikt Sigurjónsson, varaformaður Amljótur Bjömsson Einar Arnalds Einar Bjamason Theodór B. Lrndal Þórður Bjömsson 18 Sjá Lögfræðingatal IV. bindi 1997, bls. 390-392. 275
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.