Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Síða 23
8. LOKAORÐ
I lok þessa stutta ágrips af sögu Lögfræðingafélags íslands er við hæfi að
draga saman megindrætti þessarar sögu. Það eru einkum þrjú atriði sem ein-
kenna hana.
I fyrsta lagi hefur félagið þróast frá því að vera bæði í senn hagsmunafélag
lögfræðinga, einkum þeirra félagsmanna sem störfuðu hjá ríkinu, og almennt
fagfélag lögfræðinga í landinu. Um og eftir miðjan sjöunda áratuginn verður
hagsmunabarátta áberandi þáttur í starfinu og er svo áfram fram yfir miðjan
áttunda áratuginn. Með stofnun Stéttarfélags lögfræðinga í ríkisþjónustu, sem
þá tók við samningsumboði ríkisstarfsmannadeildar félagsins, hætta afskipti fé-
lagsins af beinum hagsmuna- og kjaramálum einstakra félagsmanna. Eftir það
má segja má segja að félagið verði nánast eingöngu fræðafélag lögfræðinga á
Islandi og umræðu- og fræðafundir og málþingshald verða meginuppistaðan í
starfsemi félagsins, auk útgáfu Tímarits lögfræðinga.
í öðru lagi hefur umfang starfseminnar aukist jafnt og þétt frá því félagið var
stofnað í takt við fjölgun félagsmanna. Eru reglulegir árlegir fræðafundir á veg-
um félagsins nú orðnir því sem næst helmingi fleiri en þeir voru á upphafsárum
félagsins, auk þess sem haldið er árlega sérstakt málþing þar sem saman koma
margir fyrirlesarar til að ræða tiltekið málefni. Er óhætt að segja að félagið
gegni mikilvægu hlutverki að þessu leyti.
í þriðja lagi má nefna það að segja má að nú á árinu 1998 séu sóknarfæri
lögfræðingafélagsins meiri og betri en lengstum áður. Byggist þetta ekki síst á
því að með fjölgun félagsmanna og úrsögn úr BHM hefur fjárhagur félagsins
farið batnandi, auk þess sem útgáfa Tímarits lögfræðinga stendur í miklum
blóma. Með þessu skapast að sjálfsögðu skilyrði til þess að efla starfsemi fé-
lagsins enn frekar íslenskri lögfræðingastétt til hagsbóta og menningarauka.
Viðauki. Stjórnir Lögfræðingaféiags íslands frá upphafi:18
Stjóm 1958-1964
Ármann Snævarr, formaður
Ólafur Jóhannesson, varaformaður
Árni Tryggvason
Einar Amalds
Einar Bjamason
Guðmundur Ingvi Sigurðsson
Theodór B. Líndal
Stjórn 1964-1965
Ármann Snævarr, formaður,
Benedikt Sigurjónsson, varaformaður
Amljótur Bjömsson
Einar Arnalds
Einar Bjamason
Theodór B. Lrndal
Þórður Bjömsson
18 Sjá Lögfræðingatal IV. bindi 1997, bls. 390-392.
275