Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Page 60
leigul. Samkvæmt 33. gr. húsaleigul. greiðist húsaleiga fyrir fram mánaðarlega.
í 63. gr. sigll. kemur fram, að flutningsgjald ber að greiða við afhendingu eða
viðtöku farms. Önnur regla gildir þó um tímabundna farmsamninga, sbr. 94. gr.
sigll., en þá skal farmgjaldið greiðast mánaðarlega fyrir fram. Ef aðilar hafa
ekki tekið afstöðu til þessa í samningi sínum og lög hafa ekki að geyma frá-
víkjanlega reglu, verður við ákvörðun í þessum efnum fyrst og fremst að líta til
hagsmuna aðila.23
2.2.5 Greiðslufrestir
í vissum skuldarsamböndum er það svo, að skuldari hefur ákveðinn, stuttan
frest til þess að greiða eftir gjalddaga. Er það jafnan athugunarefni hverju sinni,
hverra heimilda skuldari nýtur í þeim efnum. í samningi kann að vera tekin af-
staða til þessa, og niðurstaðan getur ráðist af venju í tilteknum lögskiptum, t.d.
varðandi greiðslu afbogana af skuldabréfum, eins og nánar verður rakið síðar í
sambandi við eindögun eftirstöðva skuldabréfa, þegar ein afborgun gjaldfellur
án greiðslu. Loks kunna ákvæði laga og reglugerða á einstökum réttarsviðum
að hafa að geyma reglur í þessum efnum, og getur efni þeirra verið misjafnt að
þessu leyti.
I 4. mgr. 33. gr. húsaleigul. kemur fram, að hafi leigjandi ekki gert skil á
leigu innan sjö sólarhringa frá gjalddaga, þá sé leigusala rétt að krefjast hæstu
lögleyfðu dráttarvaxta af henni til greiðsludags. í þessu felst, að leigutaki hefur
sjö daga frest frá gjalddaga til þess að greiða húsaleiguna, og greiðsla hvenær
sem er innan frestsins telst þá innt af hendi á réttum tíma. Líði hins vegar sjö
daga fresturinn án þess að greitt hafi verið, getur leigutaki krafist dráttarvaxta,
og þá frá gjalddaga en ekki aðeins frá lokum sjö daga frestsins. í 38. gr. víxill.
ræðir um afsögn víxils, sem greiðast skal á ákveðnum degi. Handhafa er þá
skylt að sýna víxilinn til greiðslu annað hvort á þeim degi, er hann skyldi
greiddur, eða á öðrum hvorum hinna tveggja næstu virku daga þar á eftir.24
Af öðrum vettvangi má nefna, að í lögum nr. 45/1987 um staðgreiðslu opin-
berra gjalda segir í 3. mgr. 20. gr., að gjalddagi greiðslu samkvæmt 1. mgr.
greinarinnar sé 1. hvers mánaðar og eindagi fjórtán dögum síðar. Hafi launa-
greiðandi ekki greitt á eindaga skal hann sæta álagi samkvæmt 28. gr. laganna.
Þar segir, að hafi greiðslur launagreiðanda samkvæmt 20. gr. ekki verið inntar
af hendi á tilskildum tíma, skal hann sæta álagi til viðbótar því skilafé, sem
honum ber að stand skil á. Álag á vanskilafé skal vera 1) einn hundraðshluti
(1%) af upphæð vanskilafjár fyrir hvern dag eftir eindaga, þó ekki hærri en tíu
hundraðshlutar (10%). 2) Álag til viðbótar af upphæð vanskilafjár fyrir hvem
23 Við slfkt hagsmunamat geta atriði eins og væntingar aðila skipt máli. Einnig útreikningur vaxta
í áætlunum þeirra; greiðslugeta skuldara; trygging móttakanda fyrir því að fá gagngjaldið í hendur,
sbr. til athugunar ákvæði 62. og 63. gr. sigll.; nauðsyn þess að veita greiðanda ákveðið svigrúm til
þess að afla sér þess, sem hann þarf til að geta innt greiðsluna af hendi. Sjá nánar um þessi sjónar-
mið Bernhard Gomard: Obligationsret I, bls. 98.
24 Um sýningu víxla sjá m. a. H 1996 1748.
312