Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Síða 73

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Síða 73
gefa út veðskuldabréf fyrir eftirstöðvunum eða greiði ekki gjaldfallna afborgun samkvæmt útgefnu bréfi. Það er hins vegar sjaldnast, sem kaupsamningur hefur ákvæði að geyma um heimildir aðila í þessum efnum, þ.e. hvorki um heimild kaupanda til að halda eftir greiðslum né heldur heimild seljanda til þess að gjaldfella fjárhæð hins óútgefna eftirstöðvabréfs. Óumdeilt er, að kaupandi hefur rétt til þess að halda eftir greiðslum í réttu hlutfalli við vanefndir seljanda, en það gerir hann á eigin ábyrgð. Haldi kaup- andi eftir greiðslum umfram það, sem honum er heimilt, er um vanefnd af hans hálfu að ræða, sem heimilað getur seljanda beitingu vanefndaúrræða af því tilefni. Á það einnig við, þegar kaupandi neitar að gefa út skuldabréf fyrir eftir- stöðvum kaupverðsins. Er því óhætt að segja, að hald á eigin greiðslu, í hvaða formi sem er, sé vandmeðfarið úrræði. Ef kaupandi umfram heimild neitar að gefa út eftirstöðvabréf, þ.e. heldur greiðslu umfram það, sem honum er heimilt, getur seljandi fengið hann dæmd- an til efnda in natura, þ.e. dæmdan til þess að gefa bréfið út, sbr. H 1987 534. Þótt kaupsamningur hafi ekki að geyma ákvæði um heimild seljanda til þess að kfefja kaupanda í einu lagi um fjárhæð óútgefins eftirstöðvabréfs, hafa dóm- stólar eigi að síður litið svo á, að seljandi hafi að ákveðnum skilyrðum full- nægðurn heimild til slíks, sbr. H 1988 982 og H 1995 1879. Hins vegar er aug- ljóst, að seljandi getur ekki beitt saman þeim úrræðum að rifta kaup og krefjast gjaldfellingar eftirstöðvanna, þar sem þau vanefndaúrræði fara ekki saman, sbr. H 1986 1702. Ef seld fasteign er haldin galla, og bótakrafa kaupanda af því tilefni er til muna lægri en gjaldkræf afborgun samkvæmt eftirstöðvabréfi, getur kaupandi ekki haldið að sér höndum með útgáfu eftirstöðvabréfsins og greiðslur sam- kvæmt því. Sjá um það efni H 1954 534 og H 1971 525. H 1954 534. K hafði við undirskrift samnings greitt hluta kaupverðs, en hafði að öðru leyti ekki efnt skyldur sínar, þótt hann hefði haft afnot hins keypta. Viður- kenndur var réttur S til þess að telja allar eftirstöðvar kaupverðsins fallnar í gjald- daga, enda réttlætti synjun S á því að greiða bætur vegna tiltekinna galla ekki van- efndir K. Bótafjárhæð K vegna galla var skuldajafnað við kröfu S. H 1971 525. K gaf ekki út skuldabréf fyrir eftirstöðvum kaupverðs vegna steypugalla og þess, að S hafði ekki jafnað lóð hússins í rétta hæð fyrir umsamið tímamark. Van- efndir S voru taldar smávægilegar miðað við kaupverð hússins og því ekki slíkar, að réttlætti drátt K. Þá hafði K ekki gert reka að því að fá afsal á umsömdum tíma. S var því talinn eiga rétt til þess að fá þegar greiddar eftirstöðvar kaupverðsins gegn af- hendingu afsals. Ef óverulegur munur er á gallakröfunni annars vegar og gjaldfallinni afborg- un hins vegar, eru líkur til, að seljandi geti ekki gjaldfellt eftirstöðvar kaup- verðsins samkvæmt hinu óútgefna bréfi. Sjá um það efni H 1986 1702.Verður seljandi þá að láta sér nægja að fá þær afborganir greiddar, sem gjaldfallnar eru. 325
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.