Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Page 84

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Page 84
Hafnarfirði. Er greiða skyldi fyrstu afborgun og vexti samkvæmt bréfinu, hafi þau mistök orðið af hálfu bankans, að P var aðeins krafinn um hluta greiðslunnar, sem hann innti síðan af hendi. Ekki væri ástæða til að ætla, að P hafi skort vilja eða getu til að greiða hina gjaldföllnu fjárhæð. Því yrði að telja, að Ó hafi ekki að svo komnu getað krafið P um greiðslu á öllum eftirstöðvum skuldabréfsins auk vaxta. Ætla verður, að vilja- og hæfnireglunni verði beitt, hvort heldur sem vanefnd skuldara er að rekja til misskilnings um staðreyndir eða misskilnings um laga- atriði, og ekki útilokar það beitingu reglunnar, þótt þriðji maður sé valdur að mistökunum, sbr. H 1983 963. Þá verður reglunni einnig beitt, hvort sem um er að ræða þekkingarleysi skuldara á tilvist skyldunnar sem slíkrar eða þekk- ingarleysi hans varðandi efni og inntak skyldunnar.64 Um beitingu vilja- og hæfnireglunnar sjá einnig H 1993 1014. H 1993 1014.1 keypti árið 1989 50% eignarhluta í húsi við Laugaveg í Reykjavík af J og fjórum bömum hans. Hluti kaupverðs var greiddur með þremur skuldabréfum, sem I gaf út til J og tryggð voru með veði í hinu selda. Gjalddagi skuldabréfanna var 15. nóvember ár hvert, í fyrsta sinn 15. nóvember 1989. Skuldabréfin voru til inn- heimtu í útibúi íslandsbanka í Bankastræti í Reykjavík, og þar innti I af hendi fyrstu tvær afborganir af bréfunum, þ.e. á árinu 1989 og 1990. Þriðja afborgunin var hins vegar greidd inn á geymslureikning í Búnaðarbanka íslands að Laugavegi 3 í Reykjavík. I kvaðst hafa tilkynnt syni J urn geymslugreiðsluna, en J kvaðst fyrst hafa fengið vitneskju um hana í síðustu viku marsmánaðar 1992, og síðan símbréf 1. apríl 1992, þar sem upplýsingar um geymslugreiðsluna hafi komið fram. J kvaðst hafa gefið I kost á að koma bréfunum í skil með greiðslu á dráttarvöxtum frá gjalddaga til greiðsludags, en því hafnaði I. Þá gjaldfelldi J skuldabréfin og krafðist nauðungar- sölu á hinni veðsettu eign. I bauðst til að gera bréfin upp miðað við 6. maí 1992, en því hafnaði J. I héraðsdómi segir, að málið snúist um það, hvort heimilt hafi verið að gjaldfella bréfin, sem öll hafi verið nafnbréf og borið með sér heimilisfang kröfu- hafa. I haldi því fram, að hún hafi ekki fengið greiðsluseðil frá íslandsbanka, þegar kom að þriðja gjalddaga, og því hafi sér verið heimilt að geymslugreiða. Þá segir í héraðsdómi, að til þess verði að líta, að I hafi tvisvar áður greitt af skuldabréfunum á þeim stað, þar sem bréfin voru til innheimtu. Hafi henni því ekki getað verið ókunnugt um greiðslustað bréfanna, auk þess sem þau hafi borið með sér, hver kröfu- eigandi var. 1 hafi því alltaf verið heimilt að snúa sér til kröfueiganda með greiðslu, ef vafi lék á, hver greiðslustaður var, en meginregla um nafnbréf sé, að skuldara beri að koma greiðslu til kröfuhafa. Ekkert hafi komið fram um það í málinu, að kröfu- eigandi hafi ekki viljað eða ekki getað tekið við greiðslu frá skuldara. Með vísan til þessa taldi héraðsdómur, að ekki hefðu verið skilyrði til geymslugreiðslu, og því hafi kröfueiganda verið heimilt að gjaldfella skuldina og krefjast nauðungarsölu á hinni veðsettu eign í kjölfar þess. í ljósi þessa taldi héraðsdómari, að ómerkja bæri þá ákvörðun sýslumanns að stöðva frekari framgang nauðungarsölu hinnara veðsettu eignar. I dómi Hæstaréttar segir, að fallast megi á athugasemdir héraðsdómara um eðli geymslugreiðslu, en hér komi þó fleiri atriði til skoðunar. Greiðslustaðar hafi 64 Sjá nánar um vilja- og hæfniregluna Bernhard Gomard: Obligationsret I, bls. 113-114. 336
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.